fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Kolbeins sýningin á forsíðum blaða í Svíþjóð – Fullyrt að laun hans hafi lækkað verulega

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel Kristoffersson einn virtasti sérfræðingur í sænskum fótbolta skrifar ítarlega grein um Kolbein Sigþórsson í Expressen.

Kolbeinn Sigþórsson, var í banastuði með liði sínu IFK Gautaborg er liðið vann 2-0 sigur á AIK í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Kolbeinn var í byrjunarliði Gautaborgar og skoraði bæði mörk liðsins á 3. og 38. mínútu.

Kolbeinn og AIK komust að samkomulagi um að rifta samningi hans við félagið undir lok síðasta árs, eftir tvö erfið tímabil. Stuðningsmenn AIK kenna þeim sem stjórna félaginu um hvernig fór.

„Þetta snerist allt um Kolbein Sigþórsson, hver hefði trúað því að hann ætti fyrirsagnirnar eftir tíma hans hjá AIK. Þar skoraði hann ekki eitt deildarmark og var yfirleitt meiddur,“ skrifar Daniel Kristoffersson.

„Eftir leikinn virðist það vera að stjórnarmenn Gautaborgar og læknir liðsins hafi vitað hvað þeir voru að gera þegar þeir gerðu samning við Kolbein. Læknirinn gaf grænt ljós á kaupin á þessum 31 árs gamla framherja.“

Daniel Kristoffersson segir að kvöldið í gær hafi verið sýning. „Þetta var Kolbeins Sigþórssonar sýningin, hann skoraði eftir þrjár mínútur og gabbaði þar varnarlínu AIK. Hann hélt þeim uppteknum með hlaupum en líka með því að vinna nánast öll einvígi.“

Hann segir mikilvægt fyrir Gautaborg að Kolbeinn haldist heill. „Það verður mikil vinna hjá lækni félagsins að halda honum heilum heilsu.“

„Meiðslasaga hans var ein ástæða þess að hann kom inn á þessum samningi til Gautaborgar, hann fær borgað fyrir leiki og frammistöðu. Þeir borga honum aðeins lítið brot af því sem AIK gerði í föst laun. Gautaborg gerði því frábæran samning við Kolbein.“

„Enginn skynsamur maður hefði tekið Kolbein, hann hafði gengið í gegnum mjög erfiða tíma. AIK getur ekki fengið gagnrýni fyrir það en það má hrósa Gautaborg fyrir að þora að trúa á hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Isak sló vafasamt met
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hefði aldrei selt Trossard

Hefði aldrei selt Trossard
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Halldór segir aðila í kringum Breiðablik hafa reynt að búa til óróa innan hópsins nokkrum vikum áður en hann var rekinn

Halldór segir aðila í kringum Breiðablik hafa reynt að búa til óróa innan hópsins nokkrum vikum áður en hann var rekinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arnór Ingvi á leið heim?

Arnór Ingvi á leið heim?
433Sport
Í gær

Urðaði yfir heimsfrægan mann og lýsti hegðun hans ítarlega – „Hann vildi myndir af rassinum mínum í staðinn“

Urðaði yfir heimsfrægan mann og lýsti hegðun hans ítarlega – „Hann vildi myndir af rassinum mínum í staðinn“
433Sport
Í gær

Reynir að snúa hörmulegu gengi liðsins við – Fann leikmann í Ekvador

Reynir að snúa hörmulegu gengi liðsins við – Fann leikmann í Ekvador
433Sport
Í gær

Rifjar upp uppskriftina að árangri gullkynslóðarinnar í ljósi umræðunnar undanfarið

Rifjar upp uppskriftina að árangri gullkynslóðarinnar í ljósi umræðunnar undanfarið