fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Kolbeins sýningin á forsíðum blaða í Svíþjóð – Fullyrt að laun hans hafi lækkað verulega

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel Kristoffersson einn virtasti sérfræðingur í sænskum fótbolta skrifar ítarlega grein um Kolbein Sigþórsson í Expressen.

Kolbeinn Sigþórsson, var í banastuði með liði sínu IFK Gautaborg er liðið vann 2-0 sigur á AIK í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Kolbeinn var í byrjunarliði Gautaborgar og skoraði bæði mörk liðsins á 3. og 38. mínútu.

Kolbeinn og AIK komust að samkomulagi um að rifta samningi hans við félagið undir lok síðasta árs, eftir tvö erfið tímabil. Stuðningsmenn AIK kenna þeim sem stjórna félaginu um hvernig fór.

„Þetta snerist allt um Kolbein Sigþórsson, hver hefði trúað því að hann ætti fyrirsagnirnar eftir tíma hans hjá AIK. Þar skoraði hann ekki eitt deildarmark og var yfirleitt meiddur,“ skrifar Daniel Kristoffersson.

„Eftir leikinn virðist það vera að stjórnarmenn Gautaborgar og læknir liðsins hafi vitað hvað þeir voru að gera þegar þeir gerðu samning við Kolbein. Læknirinn gaf grænt ljós á kaupin á þessum 31 árs gamla framherja.“

Daniel Kristoffersson segir að kvöldið í gær hafi verið sýning. „Þetta var Kolbeins Sigþórssonar sýningin, hann skoraði eftir þrjár mínútur og gabbaði þar varnarlínu AIK. Hann hélt þeim uppteknum með hlaupum en líka með því að vinna nánast öll einvígi.“

Hann segir mikilvægt fyrir Gautaborg að Kolbeinn haldist heill. „Það verður mikil vinna hjá lækni félagsins að halda honum heilum heilsu.“

„Meiðslasaga hans var ein ástæða þess að hann kom inn á þessum samningi til Gautaborgar, hann fær borgað fyrir leiki og frammistöðu. Þeir borga honum aðeins lítið brot af því sem AIK gerði í föst laun. Gautaborg gerði því frábæran samning við Kolbein.“

„Enginn skynsamur maður hefði tekið Kolbein, hann hafði gengið í gegnum mjög erfiða tíma. AIK getur ekki fengið gagnrýni fyrir það en það má hrósa Gautaborg fyrir að þora að trúa á hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“