fbpx
Fimmtudagur 29.janúar 2026
433Sport

Real Madrid setja stefnuna á Sterling

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 18. apríl 2021 18:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænskir miðlar halda því fram að Real Madrid hafi endurvakið áhuga sinn á enska landsliðsmanninum Raheem Sterling. Þetta er vegna þess að Sterling er ekki lengur öruggur með byrjunarliðssæti í liði Manchester City eins og það hefur verið síðustu ár.

Í þessum mánuði var Sterling bekkjaður í báðum leikjunum í Meistaradeildinni gegn Dortmund og einnig í ensku úrvalsdeildinni gegn Leicester. Sterling var þó í byrjunarliði Manchester City í undanúrslitum FA bikarsins er liðið tapaði gegn Chelsea.

Sterling á tvö ár eftir á samningi sínum við City en viðræður um framlengingu hafa verið settar á hilluna í bili. Sterling viðurkennir að þetta tímabil hafi verið skrítið fyrir hann:

„Þetta tímabil hefur verið skrítið fyrir mig persónulega. En þrátt fyrir það þá nýt ég þess ennþá að spila fótbolta og gefa liðinu allt sem ég get,“ sagði Sterling við Rio Ferdinand á BT sport.

„Ef ég skora ekki eða hjálpa liðinu á annan hátt er ég ekki sáttur að vera tekinn af velli.“

Ef Sterling verður ennþá í kuldanum hjá Pep þegar líður á þá gæti alveg verið að hann fari að líta í kringum sig og þá er Madrid mögulegur áfangastaður segir í frétt Daily Mail.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ward-Prowse í læknisskoðun

Ward-Prowse í læknisskoðun
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brooklyn Beckham birtir fyrstu færsluna eftir að hann hóf stríð við fjölskyldu sína opinberlega – Hefur nú lokað fyrir athugasemdir

Brooklyn Beckham birtir fyrstu færsluna eftir að hann hóf stríð við fjölskyldu sína opinberlega – Hefur nú lokað fyrir athugasemdir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Skiptin að ganga í gegn fyrir rúma sex milljarða

Skiptin að ganga í gegn fyrir rúma sex milljarða
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Fer frá KR til Eyja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Framtíð Sterling gæti ráðist á næstu sólarhringum – Munu hugsanlega borga hann út

Framtíð Sterling gæti ráðist á næstu sólarhringum – Munu hugsanlega borga hann út
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Landsliðskonan skrifaði undir í Flórens

Landsliðskonan skrifaði undir í Flórens
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gefur í skyn að Alvarez gæti endað hjá Arsenal

Gefur í skyn að Alvarez gæti endað hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hjörvar varpar fram kenningu um umdeilt útspil Arnars um helgina – „Held að hann sé að reyna að henda þessu frá sér“

Hjörvar varpar fram kenningu um umdeilt útspil Arnars um helgina – „Held að hann sé að reyna að henda þessu frá sér“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir Jóhannes ekki á heimleið heldur söðli hann um innan Danmerkur

Segir Jóhannes ekki á heimleið heldur söðli hann um innan Danmerkur