fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Mikil reiði í Manchester eftir nýjasta útspil Pogba

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 18. apríl 2021 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franski miðjumaðurinn Paul Pogba hefur verið að spila vel undanfarið fyrir félag sitt Manchester United en tilkynningin um nýja Amazon Prime heimildarmynd um kappann hefur vakið reiði hjá stuðningsmönnum United og er talin koma á röngum tíma.

Stan Collymore segir í grein á Mirror að þetta sé einmitt ástæðan afhverju United ætti að reyna að losa sig við Pogba í sumar.

„Það væri miklu betra fyrir hann að setja alla orku sína og tíma í fótbolta en ekki í svona verkefni. Ég er ekki að segja að allir þurfi að vera eins og Roy Keane og einblína eingöngu á fótbolta, en leikmenn fá aldrei neitt út úr svona verkefnum.“

„Ef ég væri stuðningsmaður United, þá myndi ég eingöngu vilja að Pogba svaraði á vellinum en ekki í einhverri heimildarmynd.“

Solskjaer var spurður út í þetta á blaðamannafundi og þetta truflar hann ekki. Hann segir Pogba vera fagmann fram í fingurgómana.

„Paul hefur verið í sviðsljósinu frá því að hann kom til Man. United, svo ég sé ekkert vandamál við þetta. Hann vill fá eins mikið út úr ferlinum og hann getur,“ sagði Solskjaer á blaðamanna fundi.

„Aðalmarkmið hans verður alltaf að vinna fótboltaleiki fyrir okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kane tjáir sig um orðrómana

Kane tjáir sig um orðrómana
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Guardiola biðst afsökunar

Guardiola biðst afsökunar
433Sport
Í gær

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári