fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Mikil reiði í Manchester eftir nýjasta útspil Pogba

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 18. apríl 2021 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franski miðjumaðurinn Paul Pogba hefur verið að spila vel undanfarið fyrir félag sitt Manchester United en tilkynningin um nýja Amazon Prime heimildarmynd um kappann hefur vakið reiði hjá stuðningsmönnum United og er talin koma á röngum tíma.

Stan Collymore segir í grein á Mirror að þetta sé einmitt ástæðan afhverju United ætti að reyna að losa sig við Pogba í sumar.

„Það væri miklu betra fyrir hann að setja alla orku sína og tíma í fótbolta en ekki í svona verkefni. Ég er ekki að segja að allir þurfi að vera eins og Roy Keane og einblína eingöngu á fótbolta, en leikmenn fá aldrei neitt út úr svona verkefnum.“

„Ef ég væri stuðningsmaður United, þá myndi ég eingöngu vilja að Pogba svaraði á vellinum en ekki í einhverri heimildarmynd.“

Solskjaer var spurður út í þetta á blaðamannafundi og þetta truflar hann ekki. Hann segir Pogba vera fagmann fram í fingurgómana.

„Paul hefur verið í sviðsljósinu frá því að hann kom til Man. United, svo ég sé ekkert vandamál við þetta. Hann vill fá eins mikið út úr ferlinum og hann getur,“ sagði Solskjaer á blaðamanna fundi.

„Aðalmarkmið hans verður alltaf að vinna fótboltaleiki fyrir okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum
Isak sló vafasamt met

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir Aron hafa verið „fáránlega svekktan“ með hlutverk sitt í landsleikjunum á dögunum

Segir Aron hafa verið „fáránlega svekktan“ með hlutverk sitt í landsleikjunum á dögunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kjartan Henry hrósar KSÍ fyrir nýjungarnar – „Ég veit að þetta gerir líka mikið fyrir strákana“

Kjartan Henry hrósar KSÍ fyrir nýjungarnar – „Ég veit að þetta gerir líka mikið fyrir strákana“
433Sport
Í gær

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“
433Sport
Í gær

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins