fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Enn eitt tap Juventus gegn spræku liði Atalanta

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 18. apríl 2021 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atalanta tók á móti Juventus í 31. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Leiknum lauk með 1-0 sigri Atalanta. Juventus voru án stórstjörnunnar Cristiano Ronaldo í leiknum.

Fyrri hálfleikur var nokkuð opinn og skemmtilegur en hvorugt liðið náði þó að koma knettinum í netið. Það var ekki fyrr en á 88. mínútu leiksins sem Malinovskiy braut ísinn og kom heimamönnum yfir. Atalanta fengu hornspyrnu og boltinn lenti hjá Manilovskiy sem þrumaði honum í netið með viðkomu í Alex Sandro sem gerði það að verkum að Szczesny átti ekki möguleika.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og sigur Atalanta því staðreynd. Staðan í deildinni lítur því ekkert allt of vel út fyrir Juventus en þeir eru í 4. sæti deildarinnar, 12 stigum frá toppnum. Þá er Napoli, sem eiga leik til góða, aðeins þremur stigum á eftir meisturunum. Atalanta kom sér upp í 3. sætið með sigrinum

Atalanta 1 – 0 Juventus
1-0 Malinovskiy (´87)

Fjórum öðrum leikjum í Seria A er lokið og má úrslit þeirra sjá hér að neðan. Þess má geta að Andri Fannar Baldursson var í hóp hjá Bologna en var ónotaður varamaður:

Milan 2 – 1 Genoa
1-0 Rebic (´13)
1-1 Destro (´37)
2-1 Scamacca (´68)

Bologna 4 – 1 Spezia
1-0 Orsolini (´12)
2-0 Barrow (´18)
2-1 Ismajli (´34)
3-1 Svanberg (´54)
4-1 Svanberg (´60)

Lazio 5 – 3 Benevento
1-0 Depaoli OG (´10)
2-0 Immobile (´20)
3-0 Correa (´37)
3-1 Sau (´45)
4-1 Montipó OG (´48)
4-2 Viola (´63)
4-3 Glik (´85)
5-3 Immobile (´90+6)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Gerrard vill ekki fara í starf á Englandi fyrr en í apríl – Myndi tapa tæpum tveimur milljörðum ef hann kæmi fyrr

Gerrard vill ekki fara í starf á Englandi fyrr en í apríl – Myndi tapa tæpum tveimur milljörðum ef hann kæmi fyrr
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allt var klappað og klárt fyrir endurkomu Messi – Þá kom höggið

Allt var klappað og klárt fyrir endurkomu Messi – Þá kom höggið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Slot ómyrkur í máli – „Staðan er óásættanleg“

Slot ómyrkur í máli – „Staðan er óásættanleg“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið