fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Arsenal stal stigi gegn Fulham í uppbótartíma

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 18. apríl 2021 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal tók í dag á móti Fulham í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Emirates. Það leit út fyrir að Fulham myndi fara heim með þrjú stig en Arsenal jafnaði í uppbótartíma og leikurinn endaði því með 1-1 jafntefli liðanna.

Undir lok fyrri hálfleiks kom Dani Ceballos knettinum í netið með skalla en VAR ákvað að dæma markið af þar sem Saka virtist vera rangstæður í uppbyggingu marksins. Dómurinn var afar tæpur og eru stuðningsmenn Arsenal brjálaðir.

Eftir tæplega klukkutíma leik dæmdi Craig Pawson vítaspyrnu Fulham í vil og eftir nokkuð langa umhugsun staðfesti VAR dóminn. Maja fór á punktinn og kláraði örugglega og kom gestunum yfir. Arsenal sóttu stíft eftir markið og náðu loksins að jafna leikinn þegar sjö mínútur voru liðnar af uppbótartíma. Nketiah var hetjan sem skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu.

Markið var jafnframt þungt högg fyrir Fulham sem eru í harðri botnbaráttu í deildinni. Fulham eru í 18. sæti deildarinnar með 27 stig, 6 stigum á eftir Burnley sem eiga þó tvo leiki til góða. Arsenal er í 9. sæti deildarinnar með 46 stig.

Arsenal 1 – 1 Fulham
0-1 Maja (´59)
1-1 Nketiah (´90+8)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu