Phil Foden hefur rekið fyrirtækið Ten Toes Media úr starfi sínu sem almannatengill fyrir kappann og umsjá um samfélagsmiðla hans. Allt vegna Twitter færslu á miðvikudag.
Phil Foden var gjörsamlega brjálaður þegar hann kíkti á síma sinn eftir góðan sigur á Borussia Dortmund í fyrradag. Foden skoraði sigurmark City í 1-2 sigri á Borussia Dortmund, City er komið í undanúrslit.
Liðið mætir þar PSG en stuttu eftir leik kom Twitter færsla frá Foden. „Kylian Mbappe ertu klár?,“ stóð í færslunni en Mbappe er hættulegasti leikmaður PSG.
Foden setti færsluna ekki sjálfur inn heldur Ten Toes Media sem hann notaði til að stýra samfélagsmiðlum sínum, hann var verulega ósáttur með þessa færslu. Hann taldi færsluna ekki við hæfi og að þetta væri aðeins gert til þess að espa upp PSG og Mbappe.
Foden varð að Íslandsvini síðasta haust þegar hann var rekinn úr verkefni enska landsliðsins, hann og Mason Greenwood gerðust þá sekir um sóttvarnarbrot.