fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Svandís fór ekki eftir öllum tillögum Þórólfs – „Það er ekkert við því að segja“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 14:30

Þórólfur Guðnason og Svandís Svavarsdóttir semja regluverkið í kringum takmarkanir. mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir virðist ekki vera sáttur með þá breytingu sem gerð var á tillögum hans er varðar takmarkanir og regluverk í kringum heimsfaraldurinn. Í gær var það kynnt að áhorfendur á íþróttaleikjum yrðu bannaðir en á sama tíma átti að leyfa áhorfendur í sal á leiksýningum. Þetta var beint upp úr tillögum Þórólfs.

Skömmu síðar ákvað heilbrigðisráðherra að breyta reglugerðinni og leyfa áhofrendur á kappleikjum, þvert á tillögur Þórólfs að hans sögn.

„Ég lagði til að áhorfendur yrðu ekki leyfðir á íþróttaviðburðum en ráðherra gerði það. Það er ekkert við því að segja finnst mér,“ sagði Þórólfur um málið við RÚV.

Ósamræmið í því að leyfa áhorfendur á leiksýningum en ekki kappleikjum sætti gagnrýni. Þórólfur virðist í samtali við RÚV hafa miklar áhyggjur af stöðunni hér á landi vegna COVID19, þrátt fyrir að aðeins örfá smit hafi greinst hér á landi síðustu vikur.

„Fólk þarf að passa sig. Þetta stendur og fellur með því hvað við sem einstaklingar gerum. Að við reynum að forðast hópamyndanir sem mest jafnvel þótt mörkin séu 20. Það kunna þetta allir og það er það sem skiptir máli,“ segir Þórólfur við RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“