fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Solskjær ósáttur við Son – „Ef hann væri sonur minn þá fengi hann ekki að borða“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 11. apríl 2021 20:21

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 3-1 sigri Manchester United en leikið var á heimavelli Tottenham í Lundúnum.

Á 33. mínútu kom Edinson Cavani, Manchester United yfir með marki eftir stoðsendingu frá Paul Pogba.

Markið var hins vegar skoðað í VAR og þar var komist að þeirri niðurstöðu að Scott McTominay, miðjumaður Manchester United, hafði brotið af sér í uppbyggingu sóknarinnar þegar að hann slæmdi hendinni í andlit Heung Min Son, sóknarmann Tottenham. Markið var því ekki tekið gilt og aukaspyrna dæmd.

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United var ekki sáttur með athæfi Son og vill meina að hann hafi gert of mikið úr högginu.

„Ef þetta væri sonur minn og hann lægi eftir í jörðinni og félagar hans þurfa að hjálpa honum upp, myndi hann ekki fá að borða, þetta er það vandræðalegt,“ sagði Solskjær í viðtali eftir leik.

Hann segir að Son hafi náð að dómara leiksins en að hann hafi ekki blekkt þjálfarateymi og leikmenn Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Óvænt endurkoma til Englands í kortunum hjá Bellingham?

Óvænt endurkoma til Englands í kortunum hjá Bellingham?
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband: Kjóllinn hennar rifnaði í beinni útsendingu – Viðbrögð stórstjörnunnar við hlið hennar vekja athygli

Myndband: Kjóllinn hennar rifnaði í beinni útsendingu – Viðbrögð stórstjörnunnar við hlið hennar vekja athygli
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hraunar yfir Slot fyrir þessi ummæli eftir leikinn í gær

Hraunar yfir Slot fyrir þessi ummæli eftir leikinn í gær
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ofurtölvan beinir sjónum að Championship deildinni – Segir að þessi lið verði í úrvalsdeildinni að ári en fellir Íslendingana óvænt

Ofurtölvan beinir sjónum að Championship deildinni – Segir að þessi lið verði í úrvalsdeildinni að ári en fellir Íslendingana óvænt