fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Real Madrid sigraði El Clasico

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 10. apríl 2021 21:00

Leikmenn liðanna í rigningunni í Madríd í kvöld. Mynd/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid tók á móti Barcelona í LaLiga í kvöld, sjálfur El Clasico. Heimamenn unnu virkilega mikilvægan sigur eftir góðan knattspyrnuleik og er toppbaráttan á Spáni orðin svakalega spennandi.

Real voru mun betri í fyrri hálfleik. Þeir komust yfir á 13.mínútu með virkilega smekklegu marki Karim Benzema. Hann skoraði þá með hælnum eftir flotta fyrirgjöf Lucas Vazquez meðfram jörðinni.

Um það bil korteri síðar geysist Vinicius Jr. upp völlinn. Þegar hann var alveg að komast inn í teig Börsunga braut Ronald Araujo á honum, aukaspyrna á stórhættulegum stað. Toni Kroos tók spyrnuna og eftir viðkomu í baki Sergino Dest rataði boltinn í netið. Staðan orðin 2-0 eftir tæpan hálftíma leik.

Slegnir Börsungar reyndu í kjölfarið að þreifa fyrir sér í sóknarleiknum en lítið gekk.

Á 34.mínútu fengu heimamenn dauðafæri til að auka forystu sína. Eftir frábæra sókn rataði boltinn til Federico Valverde sem var utarlega í vítateig Barcelona. Hann dúndraði boltanum framhjá Marc-Andre ter Stegen í marki Barcelona og í innanverða stöngina. Þaðan rataði boltinn út í teiginn til Vazquez sem skaut þó beint á ter Stegen.

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks virtist Lionel Messi vera að vakna aðeins til lífsins. Hann átti fyrst skot í slánna úr þröngu færi. Tveimur mínútum síðar dat boltinn fyrir hann eftir hornspyrnu og Messi kominn í dauðafæri. Thibaut Courtois gerði hins vegar mjög vel í marki Real, gerði sig breiðan og varði. Á endursýningum mátti að vísu sjá boltann fara í hönd Messi í aðdraganda færisins. Markið hefði því að öllum líkindum ekki fengið að standa, hefði hann skorað.

Staðan í hálfleik var 2-0 fyrir Real Madrid.

Það var allt annar bragur á Barcelona þegar þeir komu út í seinni hálfleikinn. Á 60.mínútu minnkuðu þeir svo muninn. Það gerði varnarmaðurinn Oscar Mingueza. Hann rak þá legginn einfaldlega í fyrirgjöf Ousmane Dembele. Antoine Griezmann leyfði boltanum að fara í gegnum klof sitt á leiðinni til Mingueza á skemmtilegan hátt.

Bæði lið fengu nokkur færi til að skora stuttu eftir mark Mingueza. Benzema og Kroos fengu til að mynda afbragðs skallafæri í sömu sókninni, án þess að skora.

Á 84.mínútu vildu gestirnir frá Barcelona fá vítaspyrnu. Ferland Mendy greip þá í hönd Martin Braithwaite þegar boltinn var á leið út af. Áhættusamt hjá Mendy sem slapp þó með skrekkinn.

Casemiro fékk að líta sitt annað gulda spjald og þar með rautt á 90.mínútu. Tíu leikmenn Real héldu uppbótartímann þó út. Ilaix Moriba dúndraði að vísu í slánna á allra síðustu sekúndum leiksins en allt kom fyrir ekki.

Real er nú komið upp að hlið nágranna sinni í Atletico Madrid á toppi deildarinnar. Bæði lið hafa 66 stig. Barcelona er stigi á eftir. Æsispennandi lokakafli framundan í LaLiga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telur að Salah sé fyrir löngu búinn að semja við annað lið en Liverpool

Telur að Salah sé fyrir löngu búinn að semja við annað lið en Liverpool
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eru byrjuð aftur saman eftir að hann var dæmdur fyrir að nauðga annari konu

Eru byrjuð aftur saman eftir að hann var dæmdur fyrir að nauðga annari konu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland fjárfestir í fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir hárið

Haaland fjárfestir í fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir hárið