fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
433Sport

Notaði N-orðið í tísti – Sleppur við þunga refsingu en verður sendur á námskeið

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 10. apríl 2021 08:00

Bowen í leik gegn Man Utd fyrr á tímabilinu/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska knattspyrnusambandið mun sleppa Jarrod Bowen, leikmanni West Ham, með væga refsingu í kjölfar þess að færsla hans á Twitter frá árinu 2012 var tekin fyrir í lok síðasta mánaðar. Tístið innihélt N-orðið en Bowen er sleppt með viðvörun sökum þess hversu ungur hann var þegar hann birti það. The Sun greinir frá.

Aganefnd knattspyrnusambandsins var bent á tístið í síðasta mánuði og hafði í kjölfarið samband við Bowen. Honum hefur nú verið tjáð að hann muni sleppa með viðvörun þar sem hann var aðeins 15 ára gamall þegar hann birti færsluna. Ásamt því að hafa fengið viðvörun þarf leikmaðurinn að fara á fræðslunámskeið á vegum knattspyrnusambandsins.

,,Mig langar að biðjast afsökunar fyrir óásættanlegt innihald tístsins, sérstaklega alla þá sem tengjast West Ham,“ sagði Bowen eftir að málið var grafið upp í síðasta mánuði. Hann bætti við að tístið endurspeglaði ekki gildi hans og skoðanir.

Bowen hefur skorað 7 mörk fyrir West Ham í 30 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Lið hans tekur á móti Leicester á morgun í mikilvægum leik í Meistaradeildarbaráttunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Klopp skilur Solskjær vel og líkir þessu við glæp

Klopp skilur Solskjær vel og líkir þessu við glæp
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Veskið á lofti í Mosfellsbæ – Reyndur leikmaður með merkilegan feril skrifar undir

Veskið á lofti í Mosfellsbæ – Reyndur leikmaður með merkilegan feril skrifar undir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir Guardiola betri en Ferguson – Tölfræðin sannar mál hans

Segir Guardiola betri en Ferguson – Tölfræðin sannar mál hans
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ákvörðun Van Dijk gleður stuðningsmenn Liverpool – Tekur enga sénsa

Ákvörðun Van Dijk gleður stuðningsmenn Liverpool – Tekur enga sénsa
433Sport
Í gær

Stórliðin halda áfram að tapa stigum á Spáni – Barcelona gerði jafntefli

Stórliðin halda áfram að tapa stigum á Spáni – Barcelona gerði jafntefli
433Sport
Í gær

Pepsi-Max kvenna: Markalaust á Samsungvellinum

Pepsi-Max kvenna: Markalaust á Samsungvellinum
433Sport
Í gær

Verður úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Portúgal?

Verður úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Portúgal?
433Sport
Í gær

Manchester City Englandsmeistari eftir tap Man. Utd gegn Leicester

Manchester City Englandsmeistari eftir tap Man. Utd gegn Leicester