fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Mikilvægur sigur Liverpool í dramatískum leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 10. apríl 2021 16:12

Trent Alexander-Arnold. Mynd/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool tók á móti Aston Villa í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Heimamenn komust í hann krappan en unnu þó að lokum mikilvægan sigur.

Ollie Watkins kom Aston Villa yfir á 43.mínútu leiksins eftir undirbúning frá John McGinn. Stuttu síðar var útlit fyrir að Liverpool hafi jafnað þegar Roberto Firmino kom boltanum í netið. Eftir aðstoð VAR komust dómarar þó að þeirri niðurstöðu að Diogo hafi verið rangstæður í aðdraganda marksins. Tæpt var það þó. Staðan var 0-1 í hálfleik.

Mohamed Salah jafnaði leikinn á 57.mínútu. Hann fylgdi þá eftir skoti sem Emi Martinez, markvörður Villa, hafði varið frá Andy Robertson.

Það stefndi allt í jafntefli á Anfield þar til Trent Alexander-Arnold skoraði sigurmarkið snemma í uppbótartíma. Matty Cash hafði þá reynt að hreinsa boltann burt frá marki en þó beint á Trent sem lék á Douglas Luiz og skoraði.

Lokatölur 2-1 fyrir Liverpool sem er, tímabundið hið minnsta, komið í fjórða sæti deildarinnar. Villa siglir lignan sjó í tíunda sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans
433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Í gær

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Í gær

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár
433Sport
Í gær

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“
433Sport
Í gær

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“