fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Klopp hafði öskrað á Salah sem hlustaði ekki – Umboðsmaður Salah blandar sér í málið

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. mars 2021 09:08

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Chelsea en leikið var á Anfield. Eina mark leiksins kom á 42. mínútu, það skoraði Mason Mount eftir stoðsendingu frá N’Golo Kanté. 1-0 sigur Chelsea staðreynd og um leið mikilvæg þrjú stig í pokann. Chelsea situr í 6. sæti deildarinnar með 44 stig.

Englandsmeistarar Liverpool sitja í 7. sæti með 43 stig og ljóst að félagið er í miklum vandræðum. Það vakti mikla athygli í leiknum í gær þegar Jurgen Klopp ákvað eftir klukkutíma leik að taka Mo Salah af velli.

Liverpool vantaði mark og enginn líklegri í liði Liverpool til þess að skora en Salah. Matt Critchley fjölmiðlamaður á Bretlandi var á vellinum og útskýrir hvers vegna Klopp ákvað að taka Salah af velli.

„Salah var mjög ósáttur þegar hann var tekinn af velli, hann hristi höfuðið þegar hann gekk á bekkinn. Fimm mínútum áður hafði Klopp öskrað á Salah að hlaupa til baka og hjálpa í varnarleiknum. Salah skokkaði bara og hlustaði ekki. Klopp snéri sér að aðstoðarmanni sínum og þeir ræddu að taka hann af velli,“ sagði Critchley.

Salah hefur verið orðaður við önnur lið og hefur hann talað fallega um Real Madrid. Umboðsmaðurinn hans blandaði sér í málið í gær þegar Salah var tekinn af velli, færslan hefur vakið athhygli og reiði á meðal stuðningsmanna Liverpool. Ramy Abbas Issa umboðsmaður Salah setti þá inn einn punkt nánast á sömu sekúndu og Salah gekk af velli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk ískaldar kveðjur í endurkomu sinni til Chelsea – Sjáðu hvað gerðist

Fékk ískaldar kveðjur í endurkomu sinni til Chelsea – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Umfangsmikið verkefni KSÍ

Umfangsmikið verkefni KSÍ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Emery vill sjóðheitan sóknarmann eftir dapurt gengi Watkins

Emery vill sjóðheitan sóknarmann eftir dapurt gengi Watkins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sú besta verður lengi frá

Sú besta verður lengi frá
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Í gær

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar
433Sport
Í gær

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni