fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Werner óþekkjanlegur innan vallar – „Þetta hefur ekki gerst áður á mínum ferli“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 18:28

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Timo Werner, framherji Chelsea, hefur ekki staðið undir væntingum eftir að hafa gengið til liðs við Chelsea frá þýska liðinu RB Leipzig fyrir tímabilið.

Werner viðurkennir sjálfur að hafa ekki verið upp á sitt besta en heitir því að knattspyrnuáhugamenn eigi eftir að sjá hann upp á sitt besta í framtíðinni.

Framherjinn knái er þekktur fyrir markaskorun og gekk til liðs við Chelsea á rúmlega 53 milljónir punda. Markaskórnir brugðust honum þó en hann fór í gegnum 14 úrvalsdeildarleiki án þess að skora, frá nóvember- til febrúarmánaðar.

„Þetta var erfitt fyrir mig því ég vill hjálpa liðinu. Ég vil skora, það er í mínu eðli, ég er framherji,“ sagði Timo Werner í viðtali hjá Football Focus.

Werner mun án efa gera tilraun til þess að komast á blað gegn Liverpool þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann hefur aðeins skorað 5 mörk í 25 leikjum með Chelsea á tímabilinu.

„Þetta hefur ekki gerst áður á mínum ferli. Maður getur alltaf lært af slæmu tímabilinum. Ég lærði að treysta á sjálfan mig, gefa allt sem ég á innan vallar og að hugsa ekki eingöngu um að skora, heldur hjálpa liðinu,“ sagði Timo Werner, framherji Chelsea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stórfurðulegt gervigreindarmyndband frá Donald Trump vekur upp mikla kátínu

Stórfurðulegt gervigreindarmyndband frá Donald Trump vekur upp mikla kátínu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Knatthöll í Kópavogi í yfirhalningu – Fyrsti svona völlurinn á landinu

Knatthöll í Kópavogi í yfirhalningu – Fyrsti svona völlurinn á landinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“
433Sport
Í gær

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM