fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
433Sport

Stjórn KSÍ treystir Arnari til góðra verka

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 12:00

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Gíslason varaformaður KSÍ er ekki í nokkrum vafa um að Arnar Þór Viðarsson og hans þjálfarateymi muni rétta skútuna af og koma íslenska landsliðinu í gang á nýjan leik.

Íslenska liðið undir stjórn Arnars hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM, um er að ræða fyrstu leiki Arnars við stjórnvölinn. Liðið tapaði fyrst gegn Þýskalandi en síðan kom slæmt tap gegn Armeníu. Liðið mætir Liechtenstein í kvöld þar sem krafa er gerð á sigur liðsins.

Gísli ræddi málefni landsliðsins og alla þá neikvæðni sem hefur verið í kringum liðið á Bylgjunni. Hann segir þjálfarateymið njóta traust stjórnar KSÍ.

„Já, já alveg fyllilega. Þeir taka núna við og hafa haft stuttan tíma til að undirbúa liðið, það er alls konar vesen í kringum þetta COVID. Það er líka þessi tímamót sem eru í liðinu, það eru nýir menn að koma inn. Þeir hafa sýnt frábæran árangur Arnar og Eiður með U21 liðinu, þeir hafa margt fram að færa inn í þetta og það á að vera okkur til góða inn í langa framtíð,“ sagði Gísli í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.

Gísli er bjartsýnn á að blanda af eldri leikmönnum með nýju blóði komi liðinu aftur á kortið. „Við erum að stefna inn í lotu sem er með öfluga eldri leikmenn og unga og spennandi leikmenn. Við þurfum alltaf þurft að hafa fyrir öllu, við eigum að vera bjartsýn þó illa gangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Þrjú smit í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að það verði að taka sex stig af United eftir ákvörðun Solskjær í gær

Segir að það verði að taka sex stig af United eftir ákvörðun Solskjær í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Pep: „Þetta er mikilvægasti titillinn“

Pep: „Þetta er mikilvægasti titillinn“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rooney fannst hræðilegt að spila frammi hjá United

Rooney fannst hræðilegt að spila frammi hjá United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Pepsi-Max kvenna: Sterkur útisigur Selfyssinga gegn Þór/KA

Pepsi-Max kvenna: Sterkur útisigur Selfyssinga gegn Þór/KA