fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
433Sport

Arnar Þór svarar fyrir valið á Sveini Aroni: „Ef hann bæri ekki nafnið Guðjohnsen þá væri það mjög eðlilegt“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 22:21

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið vann í kvöld sinn fyrsta sigur í undankeppni HM. Sigurinn kom á móti Liechtenstein en leiknum lauk með 4 1 sigri Íslands. Birkir Már Sævarsson, kom Íslandi yfir með marki á 12. mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Herði Björgvini Magnússyni. Það var síðan nafni hans, Birkir Bjarnason sem kom Íslandi í 2-0 með marki á 45. mínútu eftir laglegan undirbúning frá Aroni Einari og Arnóri Ingva. Það var síðan Guðlaugur Victor Pálsson sem skoraði þriðja mark Íslands í leiknum, hans fyrsta landsliðsmark kom á 77. mínútu.

Tveimur mínútum síðar minnkaði Yanik Frick, muninn fyrir Liechtenstein með marki beint úr hornspyrnu. Rúnar Már Sigurjónsson bætti svo við úr vítaspyrnu og 4-1 sigur Íslands staðreynd. Ísland er eftir leikinn í 5. sæti riðilsins með 3 stig eftir þrjá leiki.

Það vakti athygli fyrir leik að sjá Svein Aron Guðjohnsen byrjaði leikinn, hans fyrsti landsleikur fyrir Íslands og átti hann fína spretti. Faðir hans Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu Íslands er aðstoðarþjálfari liðsins.

„Gagnvart Jón Daða var það þannig að hann var búinn að skila inn tveimur erfiðum vöktum, mikil vinnsla á Jóni og var búinn að standa sig mjög vel með þau verkefni og hlutverk sem hann átti að sinna. Valið var á milli Hólmberts og Sveins, við töldum að það sem við þurftum að það hentaði Sveini aðeins betur en Hólmberti, ekkert annað þar á bakvið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins um ákvörðunin að byrja Sveini.

Getty Images

Ljóst er að pressan á Sveini Aroni verður talsverð í A-landsliðinu, faðir hans Eiður Smári er aðstoðarþjálfari liðsins en drengurinn ungi hefur staðið sig gríðarlega vel með U21 árs liðinu.

„Við gerum okkur alveg grein fyrir því að þetta var mjög erfið staða fyrir Svein Aron. Hvaða framherji sem væri að koma úr U21 árs liðinu í lokakeppninni, sem hefði skorað þar og var markahæstur í undankeppninni og stóð sig bara mjög vel. Það mætti vera hvaða framherji sem er, ef hann bæri ekki nafnið Guðjohnsen þá væri það mjög eðlilegt skref. Það er pressa á Sveini með það, fólki getur fundist það asnalegt eða hvað sem það er.“

„Ég hef það fyrir reglu að við ræðum liðið og greinum andstæðingana saman, svo bið ég þjálfarana um að stilla upp sínu liði. Einfaldlega núna sagði ég við Eið Smára að hann myndi ekki velja framherjann. Það er ekki til þess að verja Svein Aron, það er mjög erfitt sem þjálfara að útiloka tilfinningar en það er ómögulegt að útiloka föðurtilfinningar. Lars og ég tókum ákvörðun um framherjann. Ég er sammála á því að það er pressa á drengnum, það er ótrúlegt hvað hann er sterkur. Hann er vel gerður, það hlýtur að koma úr móðurætt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórliðin halda áfram að tapa stigum á Spáni – Barcelona gerði jafntefli

Stórliðin halda áfram að tapa stigum á Spáni – Barcelona gerði jafntefli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ítalía: Öruggur sigur Napoli í Meistaradeildarbaráttunni

Ítalía: Öruggur sigur Napoli í Meistaradeildarbaráttunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rooney fannst hræðilegt að spila frammi hjá United

Rooney fannst hræðilegt að spila frammi hjá United
433Sport
Í gær

Börkur ræðir stöðuna – Enn í dag duga tekjur kvennamegin ekki upp í kostnað

Börkur ræðir stöðuna – Enn í dag duga tekjur kvennamegin ekki upp í kostnað
433Sport
Í gær

Kjartan Henry riftir í Danmörku og er á leið til Íslands

Kjartan Henry riftir í Danmörku og er á leið til Íslands
433Sport
Í gær

Milljarða maðurinn handtekinn vegna árásar um helgina – Sjáðu myndbandið af atvikinu

Milljarða maðurinn handtekinn vegna árásar um helgina – Sjáðu myndbandið af atvikinu
433Sport
Í gær

Verður afrek Rooney að engu?

Verður afrek Rooney að engu?