fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
433Sport

Eiginkona Vardy gjörsamlega brjáluð

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 14:00

Myndir: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rebekah Vardy eiginkona Jamie Vardy framherja Leicester er gjörsamlega brjáluð yfir því að einhver vogi sér að grín að málaferlum hennar gegn Coleen Rooney.

Enska götublaðið The Sun hefur síðustu ár flutt mikið af fréttum af Coleen Rooney og eiginmanni hennar, Wayne Rooney. Til að byrja með voru fréttirnar allt um persónulegt líf þeirra hjóna. Til að byrja með voru fréttir The Sun allar réttar, upplýsingarnar komu eftir að Coleen Rooney, hafði deilt upplýsingum með nánum vinum á Instagram.

Coleen skildi ekki af hverju allar þessar upplýsingar rötuðu í The Sun, hún var aðeins með nána vini á þessum lokaða Instagram reikningi. Það kom því ekkert annað til greina en að vinkona eða vinur hennar væri að leka upplýsingum í blaðið. ,,Í nokkur ár hefur einhver sem ég treysti til að fylgja mér á persónulegum Instagram reikningi, lekið upplýsingum í The Sun,“ skrifaði Coleen þegar hún sakaði Vardy um að leka í blöðin.

Vardy hafnaði alltaf sök en nú hefur hann farið í stríð við TikTok stjörnuna Max Balegde sem er Í Bretlandi. Hann gerði grín á samfélagsmiðlinum af Vardy. Hann sagði að einhver væri að tilkynna sig á TikTok fyrir tengsl við eiturlyf og kynferðislega áreitni, hann tók fram að það væri ekki satt en sagði svo. „Þetta var aðgangur Rebekah Vardy sem gerði það,“ skrifaði Max og hafði gaman af því að vitna í stríð Coleen og Vardy.

Vardy varð alveg brjáluð yfir þessari færslu. „Hlustaðu, þú telur kannski að þetta sé fyndið en ég tek ekki þátt í svona. Það var fólk sem óskaði þess að ég og þá ófætt barnið mitt myndi deyja. Þetta er ekki til að gera grín að, þetta er ógeðslegt. Eyddu þessu,“ skrifaði Vardy verulega ósátt.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tyllir sér á toppinn sem sá launahæsti – Fær 67 milljónir á viku

Tyllir sér á toppinn sem sá launahæsti – Fær 67 milljónir á viku
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Alba er þriðja barn þeirra sem fæðist á sama deginum

Alba er þriðja barn þeirra sem fæðist á sama deginum
433Sport
Í gær

Segir Manchester United geta gleymt því að fá Haaland – „Þeir eru ekki nægilega góðir“

Segir Manchester United geta gleymt því að fá Haaland – „Þeir eru ekki nægilega góðir“
433Sport
Í gær

Ljóst að Bayern tekst ekki að bæta met Manchester United

Ljóst að Bayern tekst ekki að bæta met Manchester United