fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Ætlar ekki að gefa krónu í afslátt – Þénar 106 milljónir á viku

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 11:33

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Bale kantmaður í eigu Real Madrid ætlar ekki að gefa félaginu eina krónu í afslátt næsta sumar. Bale er þessa dagana á láni hjá Tottenham, enska félagið borgar helming launa hans á meðan Real Madrid borga hinn helminginn.

Ensk blöð segja að Bale sé með 600 þúsund pund á viku, 106 milljónir íslenskra króna á viku.

Hann snýr aftur til Real Madrid í sumar en félagið vill losna við hann af launaskrá til að geta fjármagnað kaup á nýjum leikmönnum.

Ensk blöð segja í dag að Bale muni ekki fara frá Real Madrid nema að félagið komi til móts við hann, hann vill fá sínar 106 milljónir á viku þangað til samningur hans er á enda.

Bale veit að hann fær þessi laun ekki hjá öðru félagi og mun krefjast þess að Real Madrid haldi áfram að borga hluta af launum hans, fari hann annað næsta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu