fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Liverpool komnir aftur á sigurbraut

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 28. febrúar 2021 21:05

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt í þessu var leik Sheffield United og Liverpool að ljúka. Fyrir leikinn var Liverpool í sjötta sæti deildarinnar með 40 stig en Sheffield á botninum með 11 stig.

Sheffield hafa ekki átt frábært tímabil og var hægt að gera ráð fyrir auðveldum sigri Liverpool í kvöld, þrátt fyrir tap í síðustu fjórum leikjum. Staðan var jöfn í hálfleik og var þessi hálfleikur frekar jafn. Bæði lið fengu nóg af færum en færi Liverpool mun hættulegri og átti Aaron Ramsdale, markvörður Sheffield, margar góðar vörslur.

Liverpool var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og strax á þriðju mínútu hálfleiksins kom Curtis Jones boltanum í netið eftir fyrirgjöf Trent Alexander-Arnold. Boltinn leit út fyrir að hafa farið út fyrir endamörk þegar Arnold sendi boltann fyrir en við nánari skoðun var boltinn enn inni á vellinum og mark dæmt.

Á 64. mínútu átti Roberto Firmino skot að marki Sheffield sem fór af varnarmanninum Kean Bryan og inn. Markið var skráð sem sjálfsmark og staðan orðin 2-0. Þannig enduðu leikar og Liverpool aftur farnir að vinna leiki eftir erfiðar vikur. Þeir eru þó enn tveim stigum frá Meistaradeildarsæti en að ná því ekki yrði algjör skandall fyrir fráfarandi meistara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu