fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Stjarnan, KR og KA með sigra – Skoraði tvö mörk og eitt sjálfsmark

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 27. febrúar 2021 21:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA og HK mættust í Boganum á Akureyri fyrr í dag í þriðju umferð riðils eitt í Lengjubikarnum. HK-menn skoruðu fyrsta mark leiksins þegar Bjarni Gunnarsson kom boltanum í netið. Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði metin fyrir KA á 33. mínútu og 5 mínútum fyrir leikslok skoraði Ásgeir Sigurgeirsson til að koma KA-mönnum í forystu. Fleiri voru mörkin ekki og HK fóru stigalausir heim.

Í riðli tvö tóku Þórsarar á móti KR-ingum, einnig í Boganum. Þórsarar voru lítil fyrirstaða fyrir KR og unnu Vesturbæingar þægilegan 4-0 sigur. Þeir eru með sjö stig á toppi riðilsins eftir þrjá leiki.

Í riðli þrjú mættu Stjörnmenn í heimsókn á Seltjarnarnesið til Gróttumanna. Pétur Theódór skoraði tvö mörk fyrir Gróttu en Hilmar Árni og Tristan Freyr skoruðu sitthvort markið fyrir Stjörnuna. Það var síðan Pétur Theódór sem skoraði sigurmark Stjörnumanna þegar hann kom boltanum í sitt eigið net, tíu mínútum fyrir leikslok. Því fóru leikar 3-2 fyrir Stjörnumenn sem hafa unnið alla þrjá leiki sína í riðlinum til þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar