fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Slagsmál í leik Bournemouth og Watford – Tvö rauð spjöld

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 27. febrúar 2021 15:10

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bournemouth og Watford mættust í dag á Vitality-vellinum, heimavelli Bournemouth, í ensku Championship-deildinni í dag. Fyrir leikinn voru Bournemouth í sjöunda sæti deildarinnar með 49 stig en Watford í því þriðja með 60 stig. Bæði lið féllu úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og eru í harðri baráttu um að komast aftur upp í deild þeirra bestu.

Liðin buðu upp á hörku leik en það voru heimamenn í Bournemouth sem fóru með sigur af hólmi með marki frá Arnaut Danjuma á 61. mínútu.

Tvö rauð spjöld voru gefin í leiknum en bæði komu alveg undir lok uppbótartímans. Joao Pedro, framherji Watford, fékk sitt annað gula spjald á tveimur mínútum og var sendur í sturtu á sjöttu mínútu uppbótartíma. Eftir tæklinguna sauð allt upp úr á milli liðana og var Jack Wilshere, leikmanni Bournemouth, einnig vikið af velli með sitt annað gula spjald en hann hafði einnig fengið sitt fyrra gula spjald aðeins nokkrum mínútum áður.

Myndband af slagsmálunum má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona