fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
433Sport

Segir þetta vera ástæðuna fyrir því að Bruno Fernandes verði ekki leikmaður ársins

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 27. febrúar 2021 14:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Micah Richards, fyrrum leikmaður Manchester City, segir að líkur séu á því að Bruno Fernandes verði ekki valinn leikmaður ársins hjá leikmannasamtökum Englands, þrátt fyrir frábært tímabil hjá leikmanninum. Hann segir að þeir sem líklegastir séu til að vinna auk Bruno séu Ruben Dias og Ilkay Gundogan, leikmenn Manchester City.

Ástæðan sem Richards kemur með er óskrifuð regla innan herbúða Manchester City um að kjósa ekki leikmenn Manchester United í kjörinu. Þeir kjósi frekar leikmenn Liverpool eða Chelsea til að koma í veg fyrir að leikmenn erkifjandana fái titilinn.

„Auðvitað voru undantekningar ef leikmenn áttu sögulegt tímabil, ég sjálfur kaus Ronaldo árið 2007 og Wayne Rooney árið 2010 því það var ekki hægt að kjósa neinn annan en þá. Ef ég væri enn leikmaður þá myndi ég kjósa Bruno Fernandes í ár,“ sagði Micah Richards.

Bruno Fernandes hefur gert gott mót með Manchester United á þessu tímabili en hann er kominn með 15 mörk og 10 stoðsendingar í 25 leikjum á tímabilinu. Hann hefur verið lykilmaðurinn í góðum árangri United-manna sem sitja sem stendur í 2. sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Manchester City.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Henderson boðar alla fyrirliða á fund – Deildin mótmælir

Henderson boðar alla fyrirliða á fund – Deildin mótmælir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford stígur fram og mótmælir eigendum Manchester United

Rashford stígur fram og mótmælir eigendum Manchester United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Heitar umræður um Kolbein í Svíþjóð – „Það er ekkert ógeðslegt við það“

Heitar umræður um Kolbein í Svíþjóð – „Það er ekkert ógeðslegt við það“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

29 ára og tekur við Tottenham – Hver tekur við í sumar?

29 ára og tekur við Tottenham – Hver tekur við í sumar?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jafntefli niðurstaðan er Englandsmeistararnir heimsóttu Leeds United

Jafntefli niðurstaðan er Englandsmeistararnir heimsóttu Leeds United
433Sport
Í gær

Rifrildi, óheillandi æfingar og titlaleysi – Ástæður brottrekstrar ‘Hins sérstaka’

Rifrildi, óheillandi æfingar og titlaleysi – Ástæður brottrekstrar ‘Hins sérstaka’
433Sport
Í gær

Klopp frétti fyrst af þátttöku Liverpool í Ofurdeildinni í gær – Hann og leikmenn Liverpool ekki hluti af ferlinu

Klopp frétti fyrst af þátttöku Liverpool í Ofurdeildinni í gær – Hann og leikmenn Liverpool ekki hluti af ferlinu
433Sport
Í gær

Leikmenn liða í Ofurdeildinni ræddu sín á milli í dag varðandi viðbrögð – „Fótboltinn þarf á því að halda að þeir láti í sér heyra“

Leikmenn liða í Ofurdeildinni ræddu sín á milli í dag varðandi viðbrögð – „Fótboltinn þarf á því að halda að þeir láti í sér heyra“