fbpx
Mánudagur 12.apríl 2021
433Sport

Harmleikur þegar faðir markvarðar Liverpool drukknaði í gær

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 08:46

Alisson og Jose Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Agostinho Becker faðir Alisson Becker markvarðar Liverpool fannst látinn nærri heimili sínu í gær. Talið er að Jose hafi drukknað í á sem rennur við heimilið.

Fjölskyldan á sveitasetur í suður Brasilíu, húsið er staðsett í Lavras do Sul þar sem Jose ætlaði að fara og synda í gær.

Þegar Jose skilaði sér ekki aftur í húsið hófst leit að honum, vinur hans og starfsmaður á sveitasetrinu fann hann svo í ánni.

Lögreglan mætti á svæðið og úrskurðaði að hinn 57 ára gamla Jose væri látinn. Málið er rannsakað sem slys.

Jose var markvörður líkt og synirnir, Alisson sem er 28 ára hefur reynst Liverpool frábærlega og Muriel sem er 34 ára leikur með Fluminense í heimalandinu.

Óvíst er hvort Alisson geti yfirgefið herbúðir Liverpool og haldið heim til Brasilíu vegna COVID-19 faraldursins. Jurgen Klopp stjóri Liverpool missti móðir sína á dögunum en gat ekki ferðar til Þýskalands til að vera viðstaddur jarðarför hennar.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu markið: Ari Freyr kom Norrköping yfir með stórglæsilegu marki – Þrumufleygur!

Sjáðu markið: Ari Freyr kom Norrköping yfir með stórglæsilegu marki – Þrumufleygur!
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Cavani kom boltanum í netið en markið var dæmt ógilt

Cavani kom boltanum í netið en markið var dæmt ógilt
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlega hegðun í gær: Skallaði vin sinn – „Þú getur labbað heim“

Sjáðu ótrúlega hegðun í gær: Skallaði vin sinn – „Þú getur labbað heim“
433Sport
Í gær

Mourinho með skot á Solskjær – Telur að Ferguson sé sammála

Mourinho með skot á Solskjær – Telur að Ferguson sé sammála