fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
433Sport

Evrópudeildin: Aubameyang tryggði Arsenal sæti í 16-liða úrslitum – Lærisveinar Gerrard áfram

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 19:55

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir leikir hófust klukkan 18:00 í kvöld í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Um var að ræða seinni viðureignir liðanna í umferðinni. Aubameyang tryggði Arsenal sigur gegn Benfica og lærisveinar Steven Gerrard hjá Rangers eru komnir áfram í næstu umferð.

Arsenal og Benfica mættust í Grikklandi. Fyrri leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli í Róm.

Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir með marki á 21. mínútu eftir stoðsendingu frá Bukayo Saka.

Diogo Goncalves jafnaði leikinn fyrir Benfica með marki á 43. mínútu og á 61. mínútu kom Rafa Silva, Benfica yfir.

Kieran Tierney jafnaði leikinn fyrir Arsenal á 67. mínútu eftir stoðsendingu frá Willian.

Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal síðan aftur yfir í leiknum með marki á 87. mínútu og tryggði liðinu sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Samanlögð úrslit úr báðum viðureignum liðanna er 4-3 sigur Arsenal.

Liðin sem eru búin að tryggja sér sæti í 16- liða úrslitum: Tottenham, Molde, Ajax, Arsenal, Granada, Rangers, Shakhtar, Villarreal.

Úrslit leikja í Evrópudeildinni sem hófust klukkan 18.00:

Hoffenheim 0 – 2 Molde (Samanlögð úrslit 5-3 sigur Molde)
0-1 Eirik Andersen (’20)
0-2 Eirik Andersen (’90+5)

Ajax 2 – 1 Lille (Samanlögð úrslit 4-2 sigur Ajax)
1-0 Davy Klaasen (’15)
1-1 Yusuf Yazici (’78, víti)
2-1 David Neres (’88)

Arsenal 3 – 2 Benfica (Samanlögð úrslit 4-3 sigur Arsenal)
1-0 Pierre-Emerick Aubameyang (’21)
1-1 Diogo Goncalves (’43)
1-2 Rafa Silva (’61)
2-2 Kieran Tierney (’67)

Napoli 2 – 1 Granada (Samanlögð úrslit 3-2 sigur Granada)
1-0 Piotr Zielinski (’25)
1-1 Ángel Montoro (’25)
2-1 Fabián Ruiz  (’59)

Rangers 5 – 2 Royal Antwerp (Samanlögð úrslit 9-5 sigur Rangers)
1-0 Alfredo Morelos (‘9)
1-1 Lior Refaelov (’31)
2-1 Nathan Patterson (’46)
3-1 Ryan Kent (’55)
3-2 Didier Lamkel Zé (’57)
4-2 Borna Barisic (’79, víti)
5-2 Cédric Itten (’90+2, víti)

Shakhtar 1 – 0 Maccabi Tel Aviv (Samanlögð úrslit 3-0 sigur Shakhtar)
1-0 Junior Moraes (’67)

Villarreal 2 – 1 Red Bull Salzburg (Samanlögð úrslit 4-1 sigur Villarreal)
0-1 Mergim Berisha (’17)
1-1 Gerard Moreno (’40)
2-1 Gerard Moreno (’89, víti)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Magnaður Dallas tryggði 10 mönnum Leeds sigur gegn toppliðinu

Magnaður Dallas tryggði 10 mönnum Leeds sigur gegn toppliðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Aguero til Leeds? – Arteta útilokar ekki að reyna við hann

Aguero til Leeds? – Arteta útilokar ekki að reyna við hann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heilabilun og fótbolti: „Einfaldar aðgerðir gætu hjálpað næstu kynslóðum“

Heilabilun og fótbolti: „Einfaldar aðgerðir gætu hjálpað næstu kynslóðum“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

El Clásico: Ræður hraðinn úrslitum?

El Clásico: Ræður hraðinn úrslitum?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lampard tilbúinn að snúa aftur í þjálfun

Lampard tilbúinn að snúa aftur í þjálfun
433Sport
Í gær

Lilja leggur mikla áherslu á að íþróttir fari af stað sem fyrst – Hefur rætt við Þórólf og Svandísi

Lilja leggur mikla áherslu á að íþróttir fari af stað sem fyrst – Hefur rætt við Þórólf og Svandísi
433Sport
Í gær

Verður Jota á bekknum hjá Liverpool um helgina?

Verður Jota á bekknum hjá Liverpool um helgina?