Föstudagur 05.mars 2021
433Sport

Segir að Breiðablik hafi afþakkað fleiri milljónir þegar Valur vildi Gísla – „Rúmlega árslaun verkamanns á Íslandi“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 12:59

Mynd: Blikar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Dr. Football fullyrðir að Valur hafi boðið í Gísla Eyjólfsson miðjumann Breiðabliks. Talað er um ansi háa upphæð í því samningi. Íslandsmeistarar Vals hafa hug á að styrkja lið sitt.

Gísli Eyjólfsson hefur síðustu ár verið einn öflugasti miðjumaður efstu deildar á Íslandi. Valur hefur misst leikmenn af miðsvæði sínu í vetur.

„Þetta eru alltof miklir peningar miðað við íslensku deildina, þetta eru rúmlega árslaun verkamanns á Íslandi,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í hlaðvarpsþættinum í dag.

Talað var um að upphæðin var nálægt tíu milljónum íslenskra króna. „Við höfum ekki séð þessar tölur á milli félaga á Íslandi, þeir hafa misst Lasse Petry og svo fór Einar Karl í Stjörnuna. Þá vantar miðjumann.“

Breiðablik hafði ekki áhuga á að selja Gísla til Vals. „Það var takk en nei takk, Kópavogur myndi brenna ef Blikarnir myndu selja Gísla í Val. Það er statement hjá Val að bjóða þetta,“ sagði Kristján Óli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gylfi átti stoðsendingu í sigri Everton – Tottenham hafði betur gegn Fulham

Gylfi átti stoðsendingu í sigri Everton – Tottenham hafði betur gegn Fulham
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tók Gylfa aðeins 43 sekúndur að hafa áhrif til hins betra á leik Everton

Tók Gylfa aðeins 43 sekúndur að hafa áhrif til hins betra á leik Everton
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Varð hálf pirraður þegar Klopp leyfði honum ekki að fara

Varð hálf pirraður þegar Klopp leyfði honum ekki að fara
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ólétt eiginkona og De Gea spilar líklega ekki fyrr en í apríl

Ólétt eiginkona og De Gea spilar líklega ekki fyrr en í apríl
433Sport
Í gær

Sendi hádegishléið sitt óvart út í beinni útsendingu á samfélagsmiðli Manchester United – „Meira spennandi en leikurinn gegn Chelsea“

Sendi hádegishléið sitt óvart út í beinni útsendingu á samfélagsmiðli Manchester United – „Meira spennandi en leikurinn gegn Chelsea“
433Sport
Í gær

Jóni Degi fórnað í tapi AGF

Jóni Degi fórnað í tapi AGF