fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Hótuðu að drepa Óliver Dag eftir klúðrið í Árbænum í sumar – „Ég tók símann og einn kaldan með mér í pottinn“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 12:00

Óliver til vinstri á myndinni Mynd/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óliver Dagur Thorlacius er ungur og efnilegur knattspyrnumaður úr Vesturbænum segist hafa fengið morðhótanir í sumar eftir að hafa klikkað á vítaspyrnu í leik.

Eftir að hafa gengið í gegnum barna og unglingastarfið hjá KR ákvað hann að freysta lukkunnar hjá Gróttu sem voru með ungt og spennandi lið. Með hjálp Óliver tryggði Grótta sér sögulegt sæti í úrvalsdeildinni, það fyrsta í sögu félagsins. Eftirvæntingin á Seltjarnarnesinu var mikil, en Óliver gerði sér engan vegin grein fyrir því hvað beið hans. Hann hafði einungis leikið þrjá leiki þegar hann byrjaði að fá nafnlausar morðhótanir í gegnum samfélagsmiðla.

„Ég man þetta mjög vel. Ég kem heim eftir Fylkisleikinn, við höfðum ekki skorað mark í deildinni ennþá og það var farið að hafa áhrif á liðið. Við vorum 2-0 undir og á 83. mínútu fáum við víti. Þarna fékk ég tækifæri á að vera fyrstur í sögu Gróttu til að skora mark í efstu deild, en ég klúðraði vítinu,“ segir Oliver um málið í samtali við veðbankann, Coolbet sem fjallar um málið.

Oliver ákvað að slaka á eftir leikinn og fór að skoða símann sinn, þá sá hann morðhótanir sem höfðu borist til hans. „Þegar ég kom heim eftir leikinn fór ég í heita pottinn til að ná mér niður. Ég tók símann og einn kaldan með mér ofaní. Þegar ég opnaði instagram tók ég eftir 7 nýjum message requests. Þau voru öll frá einhverjum gaurum sem ég þekkti ekki. Öll skilaboðin voru hótanir.“

„Tvö af skilaboðunum voru send undir alvöru nafni en hin 5 voru nafnlaus. Einn þeirra sagði að ég ætti skilið krabbamein, annar sagðist ætla fótbrjóta alla í liðinu og sá þriðji kallaði mig svindlara og sakaði mig um að hafa klúðrað vítinu viljandi. Hinir sögðu að ég skuldaði þeim pening og að þeir ætluðu að myrða mig. Það var nokkuð ljóst að þeir höfðu veðjað of stórum upphæðum á leikinn og þessi peningur sem þeim fannst ég hafa tapað fyrir þá hafði greinilega mjög mikil áhrif á þá.”

Óliver reyndi að hafa húmor fyrir þessu til að byrja með og deildi skilaboðunum með vinum sínum. Hann þakkar fyrir að vera með gott sjálfstraust en hann er ekki viss um að allir hefðu getað tekið þessu eins vel og hann gerði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heimir verður án tveggja leikmanna í undanúrslitum vegna leikbanna

Heimir verður án tveggja leikmanna í undanúrslitum vegna leikbanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Semenyo á góðum afslætti í janúar – Stóru félögin á Englandi fylgjast með gangi mála

Semenyo á góðum afslætti í janúar – Stóru félögin á Englandi fylgjast með gangi mála
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fitlaði við rassinn á Haaland í gær – Kveikti í honum og sá norski kláraði dæmið

Fitlaði við rassinn á Haaland í gær – Kveikti í honum og sá norski kláraði dæmið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslenskir reynsluboltar að störfum á Spáni og í Ungverjalandi

Íslenskir reynsluboltar að störfum á Spáni og í Ungverjalandi