fbpx
Föstudagur 21.janúar 2022
433Sport

Inter rúllaði yfir Milan í Íslendingaslagnum – Albert fékk ekki mínútu

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 5. desember 2021 15:33

Guðný Árnadóttir lék í slæmu tapi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðný Árnadóttir lék allan leikinn með AC Milan í nokkuð óvæntum 0-3 ósigri gegn nágrönnunum í Inter í Serie A í dag.

Kathellen, Ajara Nchout og Ghoutia Karchouni skoruðu öll mörkin í dag í fyrri hálfleik.

Anna Björk Kristjánsdóttir er á mála hjá Inter en á enn eftir að leika fyrir félagið.

Milan er í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig eftir tíu leiki. Inter er með stigi minna í sætinu fyrir neðan.

Albert allan tímann á bekknum

Albert Guðmudsson sat á varamannabekk AZ Alkmaar í 3-1 sigri gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni.

Jesper Karlsson var öflugur fyrir AZ í dag. Hann skoraði fyrstu tvö mörk AZ og lagði upp það þriðja fyrir Vangelis Pavlidis. Adil Auassar skoraði fyrir Sparta í dag.

AZ er í áttunda sæti deildarinnar með 23 stig eftir fimmtán leiki.

Albert var í byrjunarliði í síðasta leik AZ en á bekknum í tveimur leikjum þar á undan. Samningur hans við félagið rennur út eftir leiktíðina.

Albert Guðmundsson / Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn heldur út til Ítalíu

Enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn heldur út til Ítalíu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Heimatreyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið á netið? – Skírskotun til fortíðar

Sjáðu myndirnar: Heimatreyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið á netið? – Skírskotun til fortíðar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Telur að Rooney geti verið alveg jafn ánægður hjá Everton eins og hjá Derby – ,,Ekki auðveldar kringumstæður“

Telur að Rooney geti verið alveg jafn ánægður hjá Everton eins og hjá Derby – ,,Ekki auðveldar kringumstæður“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Áfrýjun fyrrum leikmanns Manchester City í nauðgunarmáli hafnað – Fékk níu ára dóm

Áfrýjun fyrrum leikmanns Manchester City í nauðgunarmáli hafnað – Fékk níu ára dóm
433Sport
Í gær

Dreymir um að komast til Real Madrid

Dreymir um að komast til Real Madrid
433Sport
Í gær

Bayern gerir undantekningu í samningamálum fyrir Lewandowski

Bayern gerir undantekningu í samningamálum fyrir Lewandowski