fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Fred hetjan í fyrsta leik Rangnick – Bamford kom Leeds til bjargar gegn nýliðunum

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 5. desember 2021 16:02

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum er nýlokið í ensku úrvalsdeildinni.

Man Utd 1-0 Crystal Palace

Manchester United tók á móti Crystal Palace í fyrsta leik Ralf Rangnick sem knattspyrnustjóri félagsins.

Gestirnir léku vel á fyrstu mínútum leiksins en svo tók Man Utd yfir. Liðið hefði auðveldlega geta leitt í hálfleik en tókst ekki að nýta tækifærin sín á síðasta þriðjungi vallarins. Því var markalaust í hálfleik.

Alex Telles var nálægt því að koma heimamönnum yfir á 68. mínútu þegar aukaspyrna hans fór í þverslána. Cheikhou Kouyate fékk þá dauðafæri til að koma Palace yfir stuttu síðar en allt kom fyrir ekki.

Sigurmark leiksins kom á 77. mínútu. Þá skoraði Fred með góðu skoti eftir að Mason Greenwood hafði lagt boltann fyrir fætur hans rétt fyrir utan teig. Lokatölur 1-0 fyrir Man Utd.

Man Utd er nú komið upp í sjötta sæti deildarinnar, tímabundið hið minnsta, með 24 stig. Palace er í tólfta sæti með 16 stig.

Tottenham 3-0 Norwich

Heung-Min Son fagnar marki sínu í dag ásamt Ryan Sessegnon. Mynd/Getty

Norwich mætti til Norður-Lundúna í heimsókn til Tottenham.

Lucas Moura kom heimamönnum yfir á 10. mínútu með flottu marki eftir samleik við Heung-Min Son. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiks.

Davinson Sanchez tvöfaldaði forystu Tottenham á 67. mínútu með marki sem kom upp úr hornspyrnu.

Tíu mínútum síðar innsiglaði Son 3-0 sigur heimamanna.

Tottenham er komið upp í fimmta sæti deildarinnar með 25 stig. Norwich er á botninum með 10 stig.

Leeds 2-2 Brentford

Sergi Canos of Brentford skorar fyrir Brentford. Mynd/Getty

Leeds tók á móti nýliðum Brentford.

Tyler Roberts skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir Leeds á 27. mínútu eftir glæsilegan undirbúning Raphinha.

Shandon Baptiste jafnaði fyrir Brenford á 54. mínútu með marki utarlega í teig heimamanna.

Sergi Canos kom gestunum yfir á 61. mínútu með marki eftir sendingu frá Bryan Mbuemo.

Það stefndi allt í sigur nýliða Brentford en á fimmtu mínútu uppbótartíma kom Patrick Bamford boltanum í netið. Stoðsendinguna átti Luke Ayling.

Leeds er í fjórtánda sæti deildarinnar með 16 stig. Brentford er með stigi meira í ellefta sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Í gær

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall