Jack Grealish gekk til liðs við Manchester City frá Aston Villa fyrir 100 milljónir punda í sumar. Hann greindi nýverið frá því í viðtali við Daily Telegraph að hann var nálægt því að semja við Manchester United árið áður.
„Ég var mjög nálægt því að fara til United en á endanum gerðist það ekki. Ég skrifaði svo undir nýjan samning við Villa,“ sagði Grealish við Daily Telegraph.
„Við komum okkur saman um klásúlu og ef eitthvað lið myndi bjóða þennan pening þá væri það sigur fyrir báða aðila því það þýddi að ég átti frábært tímabil og Villa myndi fá 100 milljónir punda.“
Grealish hefur spilað 15 leiki fyrir Manchester City í öllum keppnum á tímabilinu, skorað tvö mörk og gefið þrjár stoðsendingar.