fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Jakob Bjarnar veltir fyrir sér framtíð Vöndu Sig: „Treystir hún sér þá í þetta? Hvað er málið?“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. desember 2021 08:58

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Bjarnar Grétarsson stjörnublaðamaður á Vísir.is efast um að Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ geti sinnt starfi sínu ef hún getur ekki svarað fjölmiðlum þegar erfið mál koma upp.

Vanda vildi ekki ræða málefni Eiðs Smára Guðjohnsen sem lét af störfum sem aðstoðarþjálfari í lok nóvember. Vanda hafði ekki rætt málið opinberlega fyrr en í vikunni þegar hún mætti í viðtal á Rás2.

Ég ætla vera hreinskilinn, ég var buguð eftir þetta. Mér fannst þetta leiðinlegt og var sorgmædd í hjartanu að við hefðum þurft að komast að þessari sameiginlegu niðurstöðu. Ég hefði bara farið að gráta, ég var bara þar,“ segir Vanda í viðtalinu við Rás2.

Jakob Bjarnar Grétarsson

Er það skömm að fella tár?

Jakob Bjarnar gerði þetta að umtalsefni sínu á Bylgjunni í gær. „Mér sýnist birnan ekki ætla að batna mikið. Loksins skreið hún út úr fylgsni sínu, hún Vanda Sigurgeirs var í Morgunútvarpi Rásar 2 þar sem hún sagði einfaldlega ekki hafa treyst sér. Víkur þá sögunni að þessari þjóðhetju okkar miklu, Eiður Smári Guðjohnsen, KSÍ hefur ekkert viljað útskýra það hvers vegna þessum samningi við rift. Þetta er ekki einkamál KSÍ, þetta er landsliðið. Hún upplýsti þar að hún hefði ekki treyst sér til þess að tjá sig um þetta því hún hefði bara farið að gráta,“ sagði Jakob á Bylgjunni.

„Snúum aðeins upp á þetta, af hverju er það orðin einhver skömm? Þó hún hefði fellt tár, af hverju er það einhver skömm? Af hverju leggur hún það upp?“

Jakob fór svo að ræða ársþing KSÍ í febrúar þar sem Vanda stefnir á endurkjör. „Hún ætlar að bjóða sig fram í febrúar á næsta ári þegar kosinn verður nýr formaður. Hún sagði það jafnframt í þessu viðtali að fjölmiðlar væru miklu miklu erfiðari en hún hefði getað ímyndað sér. Treystir hún sér þá í þetta? Hvað er málið?,“ sagði Jakob.

„Bæði KSÍ og aðrir sem gegna störfum sem eru að einhverju leyti opinber ber bara að svara fjölmiðlum. Með eðlilegum fyrirvörum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu