fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Vanda hafði hringt í alla stjórnarmenn og rætt málefni Eiðs Smára – Fundargerð nú opinber

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fundargerð KSÍ frá því í síðustu viku er nú opinber á vef Knattspyrnusambands Íslands. Þar er farið yfir málefni Eiðs Smára Guðjohnsen sem lét formlega af störfum sem aðstoðarþjálfari landsliðsins í dag.

Eiður og KSÍ sömdu um starfslok eftir að persónuleg málefni hans höfðu ratað á borð stjórnar KSÍ. Málið tengist atviki sem kom upp í Norður-Makedóníu.

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ var með í ferðinni en í fundargerð KSÍ kemur fram að Vanda hafði hringt í alla starfsmenn stjórnar áður en stjórnin fundaði á þriðjudag í síðustu viku. Að fundi loknum var tilkynnt að Eiður væri hættur.

„Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ opnaði umræðu um landsliðsmál. Rætt var um ferð A landsliðs karla til Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Áður hafði formaður hringt í alla stjórnarmeðlimi og greint þeim frá þeim málum sem til umræðu komu,“ segir í fundargerð KSÍ sem kom út í dag.

Eiður hafði fengið áminningu í starfi síðasta sumar og segir. „Þar var rætt um starf og stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara A-liðs karla í kjölfar atvika sem hafa komið til kasta sambandsins. Fyrir liggur áminning í starfi til umrædds starfsmanns frá því sl. sumar. Niðurstaða málsins varð sú að stjórn KSÍ og Eiður Smári Guðjohnsen komust að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla,“ segir í fundargerð en Arnar Þór Viðarsson þjálfari liðsins var sammála því að Eiður þyrfti frá að hverfa en Vanda vildi halda honum í starfi.

„Samkomulagið snýr að því að virkjað verður endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi sem gerður var milli hans og KSÍ og mun hann láta af störfum 1. desember næstkomandi. Stjórn KSÍ þakkar Eiði Smára fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stendur fastur á sínu – Endurkoma Messi ómöguleg

Stendur fastur á sínu – Endurkoma Messi ómöguleg
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Í gær

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“
433Sport
Í gær

Donni verður aðstoðarmaður Davíðs Smára

Donni verður aðstoðarmaður Davíðs Smára
433Sport
Í gær

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið
433Sport
Í gær

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins