fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Moyes segir heppnina hafa verið með West Ham í liði í dag

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 4. desember 2021 15:15

David Moyes / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

West Ham sigraði Chelsea í skemmtilegum leik í ensku úrvalsdeildinni í dag. David Moyes, þjálfari West Ham fannst spilamennskan ekkert sérstök í dag en þótti vera heppnisstimpill yfir sigurmarkinu.

„Mér fannst við ekki spila sérskalega vel í dag. En við náðum að skora mörkin sem skipta miklu máli. Áður höfum við spilað betur en ekki náð að skora. En í dag skoruðum við og það gegn liði sem fær fá mörk á sig. Það verður að hrósa strákunum fyrir það,“ sagði Moyes við BT Sport.

„Við vorum miklu betri í seinni hálfleik. Við vorum alltof passífir í fyrri hálfleiks. Það eru mikil gæði í Chelsea, enda eru þeir Evrópumeistarar. Þeir eru góðir í öllu.“

Masuaku skoraði sigurmarkið í leiknum en markið sjálft var ansi skrautlegt. Masuaku ætlað að senda boltann fyrir en fyrirgjöfin endaði sem skot og var Mendy of seinn að bregðast við í markinu og boltinn endaði í netinu.

„Ég sagði við hann að þetta hefði verið frábær fyrirgjöf. Þetta var mikil heppni, en í fótbolta þarftu stundum heppnina með þér. Við höfum ekki verið heppnir í síðustu leikjum en í dag var heppnin með okkur í liði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu