fbpx
Fimmtudagur 19.maí 2022
433Sport

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 3. desember 2021 12:00

Myndin tengist fréttinni ekki beinti / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tók á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leiknum lauk með 3-2 sigri heimamanna.

Arsenal komst yfir þegar tæpur stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en markið var mjög umdeilt. Arsenal fékk hornspyrnu og virtist Fred, miðjumaður Manchester United, hafa farið í David de Gea og hann lagðist niður á grasið sárþjáður. Smith-Rowe fékk boltann fyrir utan teiginn og skoraði auðveldlega. Bruno Fernandes jafnaði metin rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og var jafnt er flautað var til hálfleiks.

Cristiano Ronaldo kom heimamönnum yfir í byrjun seinni hálfleiks eftir flotta sókn en þetta var hans 800. mark á ferlinum.

Martin Odegaard jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar eftir góða sendingu frá Martinelli.

Manchester United fékk svo vítaspyrnu þegar Odegaard braut á Fred og var atvikið skoðað í VAR. Ronaldo tók spyrnuna og skoraði af öryggi, mark númer 801 á ferlinum.

Svona hefur Ronaldo skorað mörkin 801 á ferlinum.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bjóða honum 661 milljón í mánaðarlaun – Má reka þá sem honum líkar ekki við

Bjóða honum 661 milljón í mánaðarlaun – Má reka þá sem honum líkar ekki við
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Henderson ferðaðist til Newcastle í gær í viðræður

Henderson ferðaðist til Newcastle í gær í viðræður
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sævari Atli elskaður og dáður í Danmörku – Fögnuðurinn í gær var rosalegur

Sævari Atli elskaður og dáður í Danmörku – Fögnuðurinn í gær var rosalegur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ein af hetjum Liverpool hefur ákveðið að fara frá félaginu í sumar

Ein af hetjum Liverpool hefur ákveðið að fara frá félaginu í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Önnur fólskuleg líkamsárás á sama stað náðist á myndband – Lögreglan skoðar málið

Önnur fólskuleg líkamsárás á sama stað náðist á myndband – Lögreglan skoðar málið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vanda segir Arnari heimilt að velja Aron Einar í næsta landsliðshóp

Vanda segir Arnari heimilt að velja Aron Einar í næsta landsliðshóp
433Sport
Í gær

Axel stóð vaktina í jafntefli

Axel stóð vaktina í jafntefli
433Sport
Í gær

Besta deildin: Þróttarar með öruggan sigur á Þór/KA

Besta deildin: Þróttarar með öruggan sigur á Þór/KA