fbpx
Fimmtudagur 02.desember 2021
433Sport

Conte ekkert að skafa utan af hlutunum – „Tottenham er ekki í háum gæðaflokki“

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 21:20

Antonio Conte í dag (Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, var ekkert að skafa utan af hlutunum eftir að hans menn töpuðu gegn NS Mura í Sambandsdeildinni í kvöld.

Heimamenn í Mura náðu forystunni eftir ellefu mínútna leik þegar Tomi Horvat skoraði glæsilegt mark. Ryan Sessegnon var rekinn af velli á 31. mínútu þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt og Tottenham í slæmri stöðu þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Harry Kane jafnaði metin á 72. mínútu eftir sendingu frá Lucas Moura en Amadej Marosa skoraði á lokasekúndunum og sá til þess að slóvenska liðið vann fyrsta leik sinn í Evrópukeppni í níu ára sögu félagsins.

Tottenham er í öðru sæti G-riðils og þarf að vinna topplið Rennes í lokaumferðinni á meðan Vitesse, sem er með sama stigafjölda og Tottenham, á leik gegn Mura.

Ég ræði yfirleitt ekki við leikmennina strax eftir leik, sérstaklega eftir slæma frammistöðu því það eru enn miklar tilfinningar á lofti. Ég tala við þá á morgun. Þetta var slæmt tap, ég er ekki sáttur við það sem gekk á í leiknum,“ sagði Conte eftir leik.

Málið er ekki einfalt vegna þess að Tottenham er ekki í háum gæðaflokki eins og staðan er í dag. Það er stórt bil á milli okkar og efstu liðanna á Englandi. Við megum auðvitað ekki vera hræddir. Ég er hérna til að vinna í málunum.

Við þurfum tíma en við þurfum líka að gera allt, allt, allt betur. Við þurfum að sýna metnað, metnaður í fótbolta er mjög mikilvægur fyrir mér,“ sagði Conte að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skorar á fólk að taka upp tólið og reyna að fá Heimi – „Það kostar ekkert að hringja“

Skorar á fólk að taka upp tólið og reyna að fá Heimi – „Það kostar ekkert að hringja“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segja líkur á því að United reyni að klófesta fyrrum stjóra City

Segja líkur á því að United reyni að klófesta fyrrum stjóra City
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik – Vopnaðir menn réðust á stjörnu í enska boltanum á heimili hans

Sjáðu óhugnanlegt atvik – Vopnaðir menn réðust á stjörnu í enska boltanum á heimili hans
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir þetta stærstu mistök United – Væri besti varnarmaður liðsins í dag

Segir þetta stærstu mistök United – Væri besti varnarmaður liðsins í dag
433Sport
Í gær

Verða þetta fyrstu leikmannakaup Ralf Rangnick hjá Man United?

Verða þetta fyrstu leikmannakaup Ralf Rangnick hjá Man United?
433Sport
Í gær

Horfðu á sjónvarpsþátt 433: Kári Árnason um mögnuð ár og ný verkefni

Horfðu á sjónvarpsþátt 433: Kári Árnason um mögnuð ár og ný verkefni
433Sport
Í gær

Geitur úr gulli til heiðurs Messi í París

Geitur úr gulli til heiðurs Messi í París
433Sport
Í gær

Traustur aðstoðarmaður Rangnick hafnaði því að koma með til Manchester

Traustur aðstoðarmaður Rangnick hafnaði því að koma með til Manchester