fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Conte ekkert að skafa utan af hlutunum – „Tottenham er ekki í háum gæðaflokki“

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 21:20

(Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, var ekkert að skafa utan af hlutunum eftir að hans menn töpuðu gegn NS Mura í Sambandsdeildinni í kvöld.

Heimamenn í Mura náðu forystunni eftir ellefu mínútna leik þegar Tomi Horvat skoraði glæsilegt mark. Ryan Sessegnon var rekinn af velli á 31. mínútu þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt og Tottenham í slæmri stöðu þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Harry Kane jafnaði metin á 72. mínútu eftir sendingu frá Lucas Moura en Amadej Marosa skoraði á lokasekúndunum og sá til þess að slóvenska liðið vann fyrsta leik sinn í Evrópukeppni í níu ára sögu félagsins.

Tottenham er í öðru sæti G-riðils og þarf að vinna topplið Rennes í lokaumferðinni á meðan Vitesse, sem er með sama stigafjölda og Tottenham, á leik gegn Mura.

Ég ræði yfirleitt ekki við leikmennina strax eftir leik, sérstaklega eftir slæma frammistöðu því það eru enn miklar tilfinningar á lofti. Ég tala við þá á morgun. Þetta var slæmt tap, ég er ekki sáttur við það sem gekk á í leiknum,“ sagði Conte eftir leik.

Málið er ekki einfalt vegna þess að Tottenham er ekki í háum gæðaflokki eins og staðan er í dag. Það er stórt bil á milli okkar og efstu liðanna á Englandi. Við megum auðvitað ekki vera hræddir. Ég er hérna til að vinna í málunum.

Við þurfum tíma en við þurfum líka að gera allt, allt, allt betur. Við þurfum að sýna metnað, metnaður í fótbolta er mjög mikilvægur fyrir mér,“ sagði Conte að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Í gær

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð