
Íslendingar voru atkvæðamiklir í norsku úrvalsdeild karla í fótbolta í dag.
Alfons Sampsted lék allan leikinn í liði Bodö/Glimt sem þarf nú aðeins einn sigur til að tryggja sér norska meistaratitilinn eftir 2-0 sigur á Lillestrom í dag. Sondre Brunstad Fet og Erik Botheim skoruðu mörk Bodö/Glimt í leiknum.
Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði Sandefjord gegn sínum gömlu félögum í Brann og jafnaði metin í 1-1 á 15. mínútu eftir að Aune Selland Heggebo hafði komið Brann yfir eftir sex mínútna leik. Kristoffer Normann Hanssen kom Sandefjord yfir tveimur mínútum síðar en Bard Finner jafnaði í uppbótartíma.
Adam Örn Pálsson byrjaði á bekknum hjá Tromso er liðið sótti Valeranga heim. Valeranga komst í forystu á 52. mínútu með marki frá Fredrik Jansen en Adam Örn kom af bekknum í hálfleik og tryggði Tromso stig með marki á 81. mínútu. Lokatölur 1-1.
Bodö/Glimt 2 – 0 Lillestrom
1-0 Sondre Brunstad Fet (’30)
2-0 Erik Botheim (’45)
Sandefjord 2 – 2 Brann
0-1 Aune Selland Heggebo (‘6)
1-1 Viðar Ari Jónsson (’15)
2-1 Kristoffer Normann Hanssen (’17)
2-2 Bard Finner (’90+3)
Sarpsborg 08 1 – 1 Odd
1-0 Anton Saletros (’70)
1-1 Syver Aas (’84)
Stabæk 3 – 0 Kristiansund
1-0 Markus Solbakken (’50)
2-0 Fredrik Haugen (’53)
3-0 Oliver Edvardsen (’78)
Valeranga 1 – 1 Tromso
1-0 Fredrik Jensen (’52)
1-1 Adam Örn Arnarson (’81)
Molde 4 – 1 Rosenborg
1-0 Ohi Omoijuanfo (’29)
2-0 Magnus Eikrem (’40)
2-1 Dino Islamovic (’56)
3-1 Sheriff Sinyan (’61)
4-1 Emil Breivik (’89)