Sindri Snær Magnússon er snúinn aftur til Keflavíkur en félagið tilkynnti í dag að hann hafi skrifað undir þriggja ára samning við félagið.
Sindri hefur spilað með ÍA síðustu þrjú tímabil en hann þekkir vel til Keflavíkurliðsins en hann lék með liðinu árið 2014 og 2015.
Í tilkynningu félagsins segir:
„Sindri Snær kemur með dýrmæta reynslu inní liðið okkar sem er ungt og mun leika í deild þeirra bestu að ári. Mikils er vænst af Sindra Snæ sem mun styrkja liðið okkar mikið og viljum við bjóða hann hjartanlega velkominn aftur til Keflavíkur og hlökkum til að sjá hann á vellinum!“