fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Arnar Þór svekktur en gerir sér grein fyrir ástæðunum – ,,Eftir allt sem hefur gerst á Íslandi árið 2021 verðum við að viðurkenna það“

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 19:56

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Við bjuggumst við meira. Okkur langaði að keppa um 2.sæti. En eftir allt sem hefur gerst á Íslandi árið 2021 verðum við að viðurkenna það að Norður-Makedónía var næstbest í riðlinum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla, á blaðamannafundi eftir 3-1 tap Íslands gegn Norður-Makedóníu í undankeppni Heimsmeistaramótsins í kvöld.

Undanriðli Íslands er nú lokið og hafnar liðið í fimmta sæti. Norður-Makedónar eru á leið í umspil um sæti í lokakeppni HM 2022 í Katar.

Ezgjan Alioski kom heimamönnum yfir á 7. mínútu í kvöld. Jón Dagur Þorsteinsson jafnaði fyrir Ísland á 55. mínútu. Tíu mínútum síðar komst N-Makedónía aftur yfir með marki frá Eljif Elmas.

Ísak Bergmann Jóhannesson var rekinn af velli með sitt annað gula spjald á 79. mínútu. Heimamenn gegnu á lagið og innsiglaði Elmas 3-1 sigur á 87. mínútu.

Arnar Þór var spurður út í framhaldið hjá íslenska landsliðinu.

,,Það sem tekur við er einfaldlega að halda áfram að greina árið. Við erum búnir að vera að því undanfarnar vikur. Eftir október fórum við í ítarlega greiningarvinnu með gögn og hlaupatölur og vídeó af leikjum. Við munum taka þessa tvo leiki (leikinn í kvöld og gegn Rúmeníu síðasta fimmtudag) og gera upp árið.“

Arnar Þór segist svekktur með að hafa ekki náð öðru sæti riðilsins. Hann gerir sér þó grein fyrir því að liðið hefur átt erfitt uppdráttar á árinu. Kvarnast hefur úr liðinu af ýmsum ástæðum. Til að mynda hafa nokkrir leikmenn verið tengdir við meint kynferðisbrot. Margir ungir leikmenn hafa því þurft að stíga upp.

,,Það eru allir svekktir að hafa ekki getað ráðist á annað sætið í þessum riðli en ég geri mér fulla grein fyrir af hverju það er og ég held að fólk heima geri það líka. Það sem situr mest eftir hjá mér er að ég veit á hvaða stað við erum akkúrat núna og er ótrúlega stoltur af skrefunum sem liðið hefur tekið frá því í lok ágúst.“

,,Leikur eins og í kvöld og gegn Rúmeníu, við munum vera betur til þess fallnir að ná úrslitum í svona leikjum innan skamms.“

,,Ég er fullviss á því að íslenska landsliðið mun verða mjög gott aftur, hvort sem það er eftir tvö, þrjú eða fimm ár,“ sagði Arnar Þór að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Í gær

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða