fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Húsvörður frá Færeyjum skoraði fyrsta markið sem Danmörk fékk á sig í undankeppninni

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 13. nóvember 2021 16:00

Klæmint Olsen í leik með NSI Runavik (Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færeyingurinn og húsvörðurinn Klæmint Andrasson Olsen varð í gær fyrsti leikmaðurinn til að skora gegn danska landsliðinu í fótbolta í undankeppni HM í Katar 2022.

Liðin mættust á Parken vellinum í gær. Danmörk hefur staðið sig hreint út sagt stórkostlega í undankeppninni og leiðir riðilinn með níu sigra í níu leikjum og hafði fyrir leikinn gegn Færeyjum í gær ekki fengið á sig mark.

Andreas Skov Olsen og Jacob Bruun Larsen höfðu komið Dönum í 2-0 forystu áður en Klæmint minnkaði muninn í 2-1 þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Joakim Mæhle bætt svo við þriðja markinu fyrir Dani á þriðju mínútu uppbótartíma.

Danir eru eins og áður kom fram í efsta sæti riðilsins og leika á HM í Katar á næsta ári. Færeyingar eru í næstneðsta sæti riðilsins með 4 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina