Færeyingurinn og húsvörðurinn Klæmint Andrasson Olsen varð í gær fyrsti leikmaðurinn til að skora gegn danska landsliðinu í fótbolta í undankeppni HM í Katar 2022.
Liðin mættust á Parken vellinum í gær. Danmörk hefur staðið sig hreint út sagt stórkostlega í undankeppninni og leiðir riðilinn með níu sigra í níu leikjum og hafði fyrir leikinn gegn Færeyjum í gær ekki fengið á sig mark.
Andreas Skov Olsen og Jacob Bruun Larsen höfðu komið Dönum í 2-0 forystu áður en Klæmint minnkaði muninn í 2-1 þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Joakim Mæhle bætt svo við þriðja markinu fyrir Dani á þriðju mínútu uppbótartíma.
Danir eru eins og áður kom fram í efsta sæti riðilsins og leika á HM í Katar á næsta ári. Færeyingar eru í næstneðsta sæti riðilsins með 4 stig.
🇫🇴🛠The janitor from Runavík scored against a Premier League goalkeeper while beating a Premier League and a Seria A defender 🛠🇫🇴 Klæmint A. Olsen became the first player to score against Denmark 🇩🇰 in the #WorldCupQualifiers2022 scoring last night in Parken, Copenhagen ⚽️ pic.twitter.com/svOr71n2az
— Tróndur Arge (@ArgeTrondur) November 13, 2021