fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – ,,Oft kallaður Kristján Kristalkúla“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 21:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmenía og Ísland gerðu markalaust jafntefli í undankeppni HM karla 2022 í kvöld. Leikið var ytra. Neðst í fréttinni má sjá hvað Twitter-notendur höfðu að segja eftir leik.

Ísland byrjaði leikinn betur og var meira með boltann. Það vantaði þó upp á færasköpun á köflum í fyrri hálfleik.

Besta færi fyrri hálfleiks fékk Brynjar Ingi Bjarnason þegar boltinn barst fyrir fætur hans eftir hornspyrnu. Hann skaut hins vegar yfir af stuttu færi.

Rúmenar tóku aðeins við sér þegar leið á fyrri hálfleik. Hætta skapaðist nokkrum sinnum fyrir framan mark Íslands eftir hornspyrnur. Besta færi Rúmena í hálfleiknum kom eftir eina slíka. Þá fór boltinn af Alin Tosca og yfir mark Íslands.

Íslenska liðið gerði sig þó líklegt til að skora í tvígang undir lok fyrri hálfleiks. Fyrst gerði Albert Guðmundsson virkilega vel áður en hann átti skot framhjá marki heimamanna rétt fyrir framan vítateigslínu. Birkir Bjarnason fékk svo afbragðs færi stuttu síðar inn á teig Rúmena en Tosca kom til bjargar.

Staðan í hálfleik var markalaus. Frammistaða íslenska liðsins í hálfleiknum var heilt fyrir góð og hefði það hæglega getað farið með forystu inn í leikhlé.

Seinni hálfleikur var fremur rólegur. Þegar leið á hann færðu Rúmenar sig framar á völlinn, enda að meira að keppa fyrir þá en Ísland. Ianis Hagi komst langnæst því að skora fyrir þá á 85. mínútu þegar skot hans fyrir utan teig fór í innanverða stöngina á marki Íslands.

Inn vildi þó boltinn ekki, lokatölur 0-0 í Rúmeníu.

Úrslitin þýða að Rúmenía er í þriðja sæti, stigi á eftir Norður-Makedóníu sem er í umspilssætinu fyrir lokaumferðina. Rúmenía mætir Liechtenstein í lokaumferðinni á meðan Norður-Makedónía mætir Íslandi.

Ísland er í fimmta sæti en gæti endað í fjórða sæti riðilsins með sigri gegn Norður-Madedónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls