fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
433Sport

Óboðleg aðstaða á Akureyri og lofa öllu fögru – „Það er ekki byrjað að grafa“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstaða til knattspyrnuiðkunnar hjá KA er ekki góð og hefur ekki verið um langt skeið. Arnar Grétarsson þjálfari meistaraflokks karla ræddi þessi mál í sjónvarpsþætti okkar á Hringbraut í gær.

Greifavöllur þar sem KA spilar heimaleiki sína er svo gott sem ónýtur og þurfti KA að spila heimaleiki sína að hluta til á Dalvík í sumar.

,Það sem er ekki að hjálpa KA er æfingaaðstaðan sem þarf að vera betri ef við ætlum að bera okkur saman við lið á borð við Víking R. og Breiðablik. Þessi lið sem eru með topp aðstöðu og geta æft á sínum keppnisvelli nánast allt árið um kring, það er bara erfitt að keppa við það með okkar aðstöðu,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari KA.

Aðstaðan yfir veturinn er einnig erfið, völlurinn á svæði KA er lélegur.

,,Ég held að við höfum spilað fyrsta leik á Greifavellinum í kringum 20. júlí, þá erum við varla búnir að æfa á vellinum. Við erum lið sem spilar á grasvelli en erum samt ekki með æfingasvæði til að æfa á. Æfinga aðstaðan hjá KA er lítill grasbali við hliðina á Greifavellinum sem er ekki sléttur en samt langbesta æfingasvæðið okkar.“

,,Ég veit að KA fólk er að berjast fyrir því að reyna fá nýtt svæði í gegn. Félagið er með eitt stærsta mót yngri flokka, N1 mótið, sem dregur að sér fjölda fólks í bæinn og afleiddar tekjur af mótinu eru gígantískar. Framboðið af öðrum mótum fer sístækkandi og ef aðstaðan er ekki betri en þetta þá veit maður ekki hvað gerist.

,,Manni finnst það mjög súrt að þessir yfir 700 iðkendur hjá KA þurfi að búa við þessa aðstöðu sem er ekki boðleg. Þetta er stórt bæjarfélag og mér finnst það sorglegt hvað bæjaryfirvöld eru að draga lappirnar fram og til baka í þessu máli vegna þess að við búum til dæmis við allt aðrar aðstæður á veturna fyrir norðan heldur en hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari KA.

Tilkynnt var að Arnar yrði áfram þjálfari KA í haust, gekk hann út frá því að aðstæður yrðu betri. . ,,Fyrir lok síðasta tímabils voru sagðar 99,9% líkur á því að við myndum fá nýjan völl á næsta ári en það er ekki byrjað að grafa. Ég er gríðarlega ósáttur við þetta. Ég er mjög metnaðarfullur og vill ná árangri, ég tel mig vera með þannig lið á Akureyri að við getum náð árangri en forsendan til þess að taka næsta skref er að fá betri aðstöðu.“

,,Við getum alveg talað hreina íslensku í þeim efnum. Auðvitað vill maður halda þessu verkefni því mér finnst það spennandi og gaman, ég er með flottan hóp í höndunum. Ég held enn í vonina varðandi þessa uppbyggingu á aðstöðunni, auðvitað er það samt sem áður þannig að því lengur sem að tíminn líður, því minni líkur eru á að það verði kominn nýr völlur fyrir næsta tímabil. Sem er sorglegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hinn 17 ára gamli Orri Steinn búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir aðallið FC Kaupmannahafnar

Hinn 17 ára gamli Orri Steinn búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir aðallið FC Kaupmannahafnar
433Sport
Í gær

Grátbiður Messi um að snúa aftur til Barcelona – ,,Það er ekki til betri staður fyrir hann“

Grátbiður Messi um að snúa aftur til Barcelona – ,,Það er ekki til betri staður fyrir hann“