fbpx
Föstudagur 22.október 2021
433Sport

Arnar tók ákvörðun um Aron Einar eftir fund með Vöndu – „Þú þarft ekki að vinna fyrir NASA til að sjá hvaða ákvörðun við tókum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. október 2021 15:28

Arnar Þór gat ekki valið sexmenningana í landsliðið. Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands segist hafa tekið ákvörðun um að velja ekki Aron Einar Gunnarsson í hóp sinn eftir fund með Vöndu Sigurgeirsdóttur. Vanda var kjörinn formaður KSÍ á laugardag en Arnar fundaði með henni fyrir þann tíma.

Arnar opinberaði hóp sinn snemma á fimmtudag en síðar um daginn kom fram í fréttum RÚV að lögreglan hefði hafið rannsókn á meintu kynferðisbroti Arons og annars knattspyrnumanns frá árinu 2010.

Arnar sagði á fundi sínum í síðustu viku að hann hefði tekið ákvörðunina um að velja ekki Aron Einar í hópinn og útskýrði mál sitt svo betur í dag. „Málið var það að ég flaug til Íslands á þriðjudaginn. Aron Einar tilkynnti okkur á þriðjudag að hann væri klár í verkefnið. Við þurftum að fá upplýsingar til að taka ákvörðun. Ég byrjaði á að eiga fund með fráfarandi stjórn og talaði svo við Vöndu. Það vita allir núna hvernig staðan er, á fimmtudag var mjög erfitt að útskýra stöðuna. Það er ekki í okkar verkahring að nafngreina menn eða vinna í þessum málum og það er ekki í ykkar verkahring að nafngreina menn,“ sagði Arnar Þór á fundi dagsins.

Arnar segist hafa lagt öll spilin á borðið fyrir Vöndu og síðan tekið ákvörðun eftir samtal þeirra. „ Ég lagði spillin á borðið við Vöndu og þú þarft ekki að vera vinna fyrir NASA til að sjá að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið til að vernda liðið okkar, hópinn og Aron Einar,“ sagði Arnar.

Í síðasta verkefni ákvað fráfarandi stjórn að taka Kolbein Sigþórsson úr hópnum, Arnar vildi ekki að sú staða kæmi aftur upp. Sökum þess tók hann ákvörðunina eftir fund með Vöndu en fráfarandi stjórn hafði látið vita að hún myndi ekki skipta sér af málinu.

„Vanda var mjög heiðarleg, hún var ekki kjörinn formaður þarna. Hún hlustaði á það sem ég hafði að segja. Það gerðist í síðasta glugga að Kolbeinn var tekinn út, þar sem okkur var bannað að velja hann. Þú vilt það ekki sem þjálfari. Við settum okkur í spor nýrrar stjórnar og tókum ákvörðun út frá því. Þetta var krefjandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjarmaði að Ingvari sem gerði upp á milli Heimis Hallgríms og Arnars

Þjarmaði að Ingvari sem gerði upp á milli Heimis Hallgríms og Arnars
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Íslendingur breytti 120 krónum í milljón

Íslendingur breytti 120 krónum í milljón
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jack Wilshere hefði getað farið til Derby í sumar – „Ég talaði við Rooney“

Jack Wilshere hefði getað farið til Derby í sumar – „Ég talaði við Rooney“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eigendur Newcastle í viðræðum við Paulo Fonseca – Eddie Howe og Roberto Martinez einnig orðaðir við félagið

Eigendur Newcastle í viðræðum við Paulo Fonseca – Eddie Howe og Roberto Martinez einnig orðaðir við félagið
433Sport
Í gær

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur
433Sport
Í gær

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni
433Sport
Í gær

Segir einn leikmann íslenska landsliðsins vera á vörum allra í Danmörku – ,,Hann er góður knattspyrnumaður en klikkaður“

Segir einn leikmann íslenska landsliðsins vera á vörum allra í Danmörku – ,,Hann er góður knattspyrnumaður en klikkaður“
433Sport
Í gær

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél