VAR er orðinn hluti af fótboltanum og er ekki á útleið. Þessi myndbandstækni sem aðstoðar dómara hefur vakið athygli síðustu ár.
Tæknin á Englandi var umdeild til að byrja með en á þessu tímabili hafa hlutirnir verið betri en áður. Búið er að laga hlutina sem voru að fá hvað mesta gagnrýni.
Ef tæknin væri ekki við völd þá væri Chelsea með þriggja stiga forskot á toppnum, liðið væri með tveimur stigum meira en liðið hefur í dag.
Everton væri með stigi meira og Brentford með tveimur stigum meira.
Liverpool væri með tveimur stigum minna og Manchester United og City væru með stigi minna en raun ber vitni.
Svona væri staðan án VAR.