Paul Pogba hundsaði Ole Gunnar Solskjær stjóra Manchester United eftir tapið gegn Liverpool á laugardag. Pogba byrjaði á bekknum en innkoma hans var vægast sagt hræðileg. Frá þessu segja enskir fjölmiðlar.
Franski miðjumaðurinn byrjaði á að gefa mark og lét svo reka sig af velli fyrir subbulega tæklingu á Naby Keita.
Pogba vill fara frá United næsta sumar en hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning. Vill hann fara frítt frá félaginu.
Pogba hefur um langt skeið skapað vont andrúmsloft í kringum liðið með ummælum í fjölmiðlum. Sem hann og Mino Raiola umboðsmaður hans hafa skapað.
Eftir slæmt tap á laugardag vildi Pogba ekki ræða við Solskjær en hann bað liðsfélaga sína afsökunar á rauða spjaldinu.