fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
433Sport

Mourinho hefur áhuga á fyrrverandi leikmanni Arsenal

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 25. október 2021 18:30

Josè Mourinho og Luciano Spalletti / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, hefur áhuga á að fá Dani Ceballos, fyrrverandi leikmann Arsenal, til félagsins en þetta kemur fram í spænska miðlinum El Nacional.

Ceballos var á láni hjá Arsenal frá Real Madrid undanfarin tvö tímabil en hefur ekki leikið fyrir spænsku risana síðan sem meta miðjumanninn á 20 milljónir evra.

Ceballos hefur aldrei tekist að negla niður sæti í byrjunarliði Madrídarliðsins síðan hann kom til félagsins árið 2017 eftir að hafa gert garðinn frægan með Real Betis og Carlo Ancelotti, núverandi stjóri liðsins, virðist ekki meta hann að verðleikum.

Roma situr í 4. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins unnið tvo af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Roma tapaði þar að auki 6-1 fyrir norska meisturunum Bodö/Glimt í Sambandsdeildinni á fimmtudag.

Mourinho gagnrýndi harðlega leikmenn sína eftir leikinn. „Hver einasti leikur veldur skaða. Ég ræddi við leikmennina og var hreinskilinn. Ég var hreinskilinn við þá, ég get ekki verið hreinskilinn við þig,“ sagði hann eftir leik.

Ég hef aldrei farið leynt með það að leikmannahópurinn búi við ákveðnar takmarkanir. Við höfum 13 leikmenn sem spila fyrir eitt lið, hinir standa fyrir utan. Það eina jákvæða við þetta er að nú mun enginn spyrja mig hvers vegna ég noti alltaf sömu leikmennina.“

Mourinho hefur þegar fengið Tammy Abraham, Rui Patricio, Matias Vina, Eldor Shomurodov, Roger Ibanez og Bryan Reynolds til Roma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

La Liga: Dramatík er Barcelona vann Villarreal

La Liga: Dramatík er Barcelona vann Villarreal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kolbeinn lék allan leikinn í grátlegu tapi

Kolbeinn lék allan leikinn í grátlegu tapi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Markalaust í Brighton

Enska úrvalsdeildin: Markalaust í Brighton
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Flaggaði sínu allra heilagasta í pirringskasti fyrir framan tugi þúsunda

Flaggaði sínu allra heilagasta í pirringskasti fyrir framan tugi þúsunda
433Sport
Í gær

Lokumferðin fór fram í Svíþjóð: Þrír Íslendingar spiluðu – Böðvar fer í umspil

Lokumferðin fór fram í Svíþjóð: Þrír Íslendingar spiluðu – Böðvar fer í umspil
433Sport
Í gær

Hefur alltaf farið þangað sem peningarnir eru – Gæti keypt einkaþotu Floyd Mayweather í dag

Hefur alltaf farið þangað sem peningarnir eru – Gæti keypt einkaþotu Floyd Mayweather í dag