Sasha Attwood, kærasta knattspyrnumannsins Jack Grealish, segir að parið brenni reglulega salvíu til þess að hreinsa burt neikvæða orku.
Þetta er forn hefð sem á að losa heimili undan þeim neikvæðu hugsunum og tilfinningum sem íbúar og gestir geta skilið eftir sig.
Þetta á líka að hafa góð áhrif á hluti heimilisins, eins og sófa, rúm eða jafnvel takkaskó.
,,Þetta er salvían mín. Þetta er ekki skrýtið. Þetta er til að losa okkur við alla neikvæða orku,“ sagði Attwood á myndbandi við aðdáendur sína á dögunum.
Hún og Grealish eru þá almennt sögð notast við margar sambærilegar aðferðir, eins og til dæmis svokallað kristalheilun. Þá er notast við náttúrulega kristala og steina í heilun.
Grealish kom til Manchester City frá Aston Villa í sumar á 100 milljónir punda. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur tvö í fyrstu ellefu leikjunum með Manchester-liðinu.