fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Þessir þykja líklegastir til að taka við Newcastle – Stór nöfn á blaði

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 20. október 2021 10:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar Steve Bruce, hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Newcastle United, hefjast vangaveltur um það hver muni taka við keflinu. Ljóst er að knattspyrnustjórastaðan hjá félaginu er ein sú mest spennandi í knattspyrnuheiminum í dag en félagið er það ríkasta í heimi um þessar mundir og stefnir hátt á næstu árum.

Samkvæmt veðbönkum er það Portúgalinn Paulo Fonseca sem þykir líklegastur eins og staðan er í dag að taka við stjórnartaumunum á St. James’ Park. Fonseca er án félags og samkvæmt Sky Sports er hann einn af þeim sem eigendur Newcastle hafa á blaði hjá sér sem mögulegan næsta knattspyrnustjóra.

Paulo Fonseca/ Getty Images

Fonseca gerði garðinn frægan með úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk áður en hann tók við stjórnartaumunum hjá Roma árið 2019. Hann yfirgaf félagið síðasta sumar. Fonseca var nálægt því að taka við Tottenham í sumar en landi hans, Nuno Espirito Santo, var ráðinn í starfið.

Eddie Howe, kemur næstur á eftir Fonseca. Howe stýrði Bournemouth við góðan orðstír á árunum 2012-2020, kom liðinu meðal annars upp í ensku úrvalsdeildina og náði að halda því þar í nokkur tímabili. Hann lét af störfum hjá félaginu árið 2020 og hefur síðan þá verið án starfs.

Eddie Howe/GettyImages

Lucien Favre er einnig orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Newcastle. Síðasta starf Favre var hjá þýska liðinu Dortmund sem hann stýrði á árunum 2018-2020. Þá hefur hann einnig stýrt liðum á borð við Nice, Borussia Mönchengladbach og Herthu BSC.

Lucien Favre /GettyImages

Tvær goðsagnir úr ensku úrvalsdeildinni eru einnig orðaðar við starfið hjá Newcastle. Þeir Steven Gerrard, núverandi knattspyrnustjóri Rangers og Frank Lampard eru einnig á blaði hjá Newcastle. Gerrard hefur gert góða hluti hjá Rangers og stýrði liðinu meðal annars til sigurs í skosku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Frank Lampard hefur stýrt Derby og Chelsea en hefur verið á starfs síðan hann var rekinn frá síðastnefnda liðinu fyrr á þessu ári.

Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Rangers
Frank Lampard /Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
433Sport
Í gær

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans
433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár