fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

PSG með áætlun sem snýr að því að krækja í Salah

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 20. október 2021 12:00

Mohamed Salah (Liverpool) / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum The Mirror, mun annað hvort Erling Braut Haaland, framherji Dortmund eða Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, vera aðal skotmark Paris Saint-Germain í næsta félagsskiptaglugga.

Félagið er að undirbúa sig fyrir brottför Kylian Mbappe sem á aðeins átta mánuði eftir af núverandi samningi sínum við félagið en ekkert hefur gengið að reyna fá hann til þess að skrifa undir nýjan samning. PSG horfir til Haaland sem arftaka Mbappe samkvæmt heimildum Le10Sport.

Haaland er heitasti bitinn á félagsskiptamarkaðnum um þessar mundir. Hann hefur farið á kostum með Dortmund og skorað 49 mörk í 49 leikjum. PSG er ekki eina liðið sem mun reyna að klófesta framherjann, hann hefur dregið að sér athygli liða í ensku úrvalsdeildinni, þar á meðal Manchester City. Auk þess hefur Haaland gott vald á enskri tungu frá því að hann bjó í Englandi þegar faðir hans, Alf Inge Halland, spilaði þar sem atvinnumaður.

Fari svo að PSG nái ekki að klófesta Haaland mun áherslan færast yfir á Mohamed Salah sem á minna en tvö ár eftir af sínum samningi við Liverpool. Verði Salah ekki búin að skrifa undir nýjan samning við Liverpool fyrir næsta sumar gæti félagið ákveðið að selja hann í staðin fyrir að eiga hættu á að missa hann frá sér á frjálsri sölu.

Heimildir The Mirror herma að Salah vilji allt að 500.000 pund í vikulaun og það gæti reynst erfitt fyrir Liverpool að uppfylla þær kröfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði