fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

PSG með áætlun sem snýr að því að krækja í Salah

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 20. október 2021 12:00

Mohamed Salah (Liverpool) / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum The Mirror, mun annað hvort Erling Braut Haaland, framherji Dortmund eða Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, vera aðal skotmark Paris Saint-Germain í næsta félagsskiptaglugga.

Félagið er að undirbúa sig fyrir brottför Kylian Mbappe sem á aðeins átta mánuði eftir af núverandi samningi sínum við félagið en ekkert hefur gengið að reyna fá hann til þess að skrifa undir nýjan samning. PSG horfir til Haaland sem arftaka Mbappe samkvæmt heimildum Le10Sport.

Haaland er heitasti bitinn á félagsskiptamarkaðnum um þessar mundir. Hann hefur farið á kostum með Dortmund og skorað 49 mörk í 49 leikjum. PSG er ekki eina liðið sem mun reyna að klófesta framherjann, hann hefur dregið að sér athygli liða í ensku úrvalsdeildinni, þar á meðal Manchester City. Auk þess hefur Haaland gott vald á enskri tungu frá því að hann bjó í Englandi þegar faðir hans, Alf Inge Halland, spilaði þar sem atvinnumaður.

Fari svo að PSG nái ekki að klófesta Haaland mun áherslan færast yfir á Mohamed Salah sem á minna en tvö ár eftir af sínum samningi við Liverpool. Verði Salah ekki búin að skrifa undir nýjan samning við Liverpool fyrir næsta sumar gæti félagið ákveðið að selja hann í staðin fyrir að eiga hættu á að missa hann frá sér á frjálsri sölu.

Heimildir The Mirror herma að Salah vilji allt að 500.000 pund í vikulaun og það gæti reynst erfitt fyrir Liverpool að uppfylla þær kröfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu