fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Lýsti kostulegu sambandi eldri og yngri leikmanna Íslandsmeistaranna – ,,Honum finnst þeir fokking leiðinlegir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. október 2021 07:30

Víkingar sakna Kára.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, lýsti skemmtilega sambandi reynsluboltanna Sölva Geirs Ottesen og Kára Árnasonar við þrjá af yngri leikmönnum liðsins, þá Kristal Mána Ingason, Adam Ægi Pálsson og Loga Tómasson í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær.

Kári er 39 ára gamall og Sölvi 37 ára. Báðir lögðu þeir skóna á hilluna eftir tímabilið sem kláraðist nýlega. Á móti kemur er Kristall 19 ára, Logi 21 árs og Adam 23 ára.

,,Þetta er alveg hræðilegur þristur, þeir þrír (Adam, Kristall og Logi). Þeir eru svo grillaðir allir saman,“ sagði Halldór Smári í þættinum.

Hann hélt áfram. ,,Það sem er búið að skjóta á þá í sumar og það sem þeir hafa mátt þola frá sérstaklega Kára og Sölva, það er í rauninni virðingarvert að hafa tekið við þessu og ekki bara hætt.“

Talið barst þá að því þegar Kristall sagði, góðlátlega, á dögunum að Kári og Sölvi væru leiðinlegastir í liðinu.

,,Það er búið að vera að djöflast svo í honum síðan hann kom. Hann dýrkar þá náttúrulega en honum finnst þeir fokking leiðinlegir. Hann var að segja sannleikann þarna,“ sagði Halldór Smári um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga