fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Verður Brynjar Níelsson næsti formaður KSÍ?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. október 2021 11:00

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdótir hefur setið í stóli formanns KSÍ í rúmar tvær vikur. Vanda var kjörinn til bráðabirgðar en hún getur endurnýjað umboð sitt í febrúar. Ársþing KSÍ fer þá fram en þá verður formaður kosinn til tveggja ára.

Þrátt fyrir að Vanda sé aðeins ný tekinn til starfa er mikið rætt um ársþingið innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Brynjar Níelsson er einn af þeim sem orðaður er við Framboð.

Brynjar missti sæti sitt á Alþingi í nýliðnum kosningum. „Ég kannast við þetta, þegar menn eru atvinnulausir þá koma oft hugmyndir frá öðrum,“ sagði Brynjar í samtali við Fréttablaðið í dag en nokkur fjöldi hefur skorað á hann að fara í formann KSÍ.

Brynjar er ekki að íhuga það alvarlega en segir þó. „Það er búið að viðra nokkrar hugmyndir við mig. Ég get ekki sagt að ég hafi skoðað KSÍ framboð mjög alvarlega. Eina sem ég hef sagt er að ef það er almennur áhugi fyrir því í hreyfingunni, þá er ég klár í að skoða það.“

Fleiri eru orðaðir við framboð. Vanda hefur greint frá því að hún muni falast eftir endurkjöri. Samkvæmt Fréttablaðinu er Ríkharður Daðason orðaður við starfið. Þá er ekki útilokað að Guðni Bergsson bjóði sig fram á nýjan leik. Guðni sagði starfi sínu lausu í ágúst þegar sambandið var sakað um að hylma yfir meint kynferðisbrot landsliðsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Í gær

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Í gær

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum