West Ham vann góðan útisigur á Everton í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Tomas Soucek kom boltanum í netið á 36. mínútu en var dæmdur rangstæður. Lítið annað markvert gerðist í fyrri hálfleik. Markalaust var eftir hann.
Fyrsta og eina mark leiksins gerði Angelo Ogbonna með skalla eftir hornspyrnu Jarrod Bowen á 74. mínútu. Lokatölur 0-1.
West Ham er í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig eftir átta leiki.
Everton er sæti neðar, með jafnmörg stig og West Ham en aðeins lakari markatölu.