fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Telur sig geta fundið veikleika í leik Víkinga – ,,Ætlum okkur að vinna bikarinn“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 15. október 2021 16:30

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍA og Víkingur Reykjavík, mætast í bikarúrslitum karla á laugardaginn. Leikið verður á Laugardalsvelli og hefjast leikar klukkan 15:00.

ÍA bjargaði sér á ævintýralegan hátt í Pepsi-Max deildinni og liðið hefur verið á miklu skriði í síðustu leikjum. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, segir þetta efla sjálfstraustið hjá liðinu.

,,Þetta var gríðarlega mikilvægur endasprettur fyrir okkur í deildinni. Að taka þessa þrjá leiki og fylgja því síðan eftir með að vinna Keflavík tvo leiki í röð bæði í deild og bikar. Varnarleikurinn er að lagast hjá okkur og er orðinn nokkuð öflugur. Það er mikill stígandi í liðinu og hægt og bítandi kemur meira sjállfstraust. Við komum í góðu formi inn í þennan bikarúrslitaleik.“

Jóhannes segir það hafa verið markmið hjá liðinu að komast í bikarúrslit og að æfingaplani hafi verið hagað eftir því vikurnar fyrir úrslitaleikinn.

,,Við vissum fyrirfram að við myndum fara alla leið í bikarúrslit, það var það sem við ætluðum okkur og við höguðum okkar æfingaplani eftir því. Mesta kúnstin í þessu öllu saman hefur verið að halda mönnum ferskum í höfðinu. Við höfum reynt að létta prógrammið en það hefur verið góður taktur í þessu hjá okkur  þessa vikuna.“ 

Skaginn er sögufrægt félag í íslenskri knattspyrnu og hefur unnið til fjölda titla en langt er síðan að liðið vann sinn síðasta stóra titil. Jóhannes segist finna fyrir aukinni spennu í samfélaginu á Akranesi.

,,Við höfum fundið stuðninginn í samfélaginu upp á Skaga vaxa, þessi gulrót er risastór. Það að vera komnir í bikarúrslit er ristastórt og jákvætt, við ætlum ekki að láta staðar numið þar heldur ætlum við okkur að vinna bikarinn og með því kemur sæti í  Evrópukeppni sem væri risastórt fyrir okkur sem félag.“

Jóhannes er þó meðvitaður um að sagan muni ekki hjálpa ÍA neitt á laugardaginn.

,,Það er langt síðan að það kom síðast titill upp á Skaga en við getum breytt því á laugardaginn. Saga félagsins er frábær, við höfum unnið bikarmeistaratitilinn níu sinnum og það væri frábært að gera það í tíunda skipti á laugardaginn. Sagan mun þó ekki hjálpa okkur á laugardaginn. Við erum að fara mæta Íslandsmeisturunum sem eru með frábært lið og Arnar Gunnlaugsson sem þjálfara. Þetta verður verðugt verkefni en í einum svona leik þá höfum við trú á því að við getum unnið Víkingana. Við teljum okkur geta fundið veikleika í leik þeirra sem gefur okkur færi á að vinna leikinn á laugardaginn,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA í samtali við 433.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu